8.4.2017 10:24

Vorferð til Parísar - víða íslenskir listamenn

Undanfarna hef ég verið í París og skoðað ýmislegt sem borgin hefur að bjóða með vorkomunni.  Víða varð ég var framlag Íslendinga til lista á ferð minni

 Í Morgunblaðinu í dag segir:

„Maður skilur þetta eiginlega ekki, áhuginn er ótrúlegur. Við byrjuðum að gefa út í Frakklandi fyrir tæpu ári og seldum um 30 þúsund eintök af fyrstu bókinni sem var innbundin og sú bók verður gefin út í kilju í 60 þúsund eintökum til viðbótar,“ segir Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur.

Glæpasagan Snjóblinda sem ber íslenska titilinn Snjór á franska markaðnum hefur hlotið mjög góðar viðtökur og komst í tólfta sæti metsölulista yfir mest seldu kiljur Frakklands. Að auki verður bókin Náttblinda gefin út undir titlinum Mörk í 20 þúsund eintökum þannig að prentun á bókum Ragnars í Frakklandi mun nema um 110 þúsund eintökum þegar allt er tekið saman.

„Það hefur hvergi gengið eins vel og í Frakklandi. Þar er búið að kaupa réttinn á þremur bókum og ég held að þau vilji kaupa allar bækurnar,“ bætir Ragnar við.“

Undanfarna hef ég verið í París og skoðað ýmislegt sem borgin hefur að bjóða með vorkomunni.

Ofangreind orð Ragnars eiga vel við undrun mína yfir hve víða ég varð var framlag Íslendinga til lista á ferð minni. Hér segir frá því í myndum.

Fyrstu myndirnir eru teknar í tveimur bókabúðum og þar sjást bækur sem þýddar hafa verið úr íslensku.

Fyrst sjást bækur eftir þrjá íslenska höfunda: Arnald Indriðason, Lilju Sigurðardóttur og Ragnar Jónasson.

Hér sjást myndir af bókum eftir Jón Kalman Stefánsson og plakati sem kynnir nýja bók hans.

 

Hér eru bækur eftir Auði Övu Ólafsdóttur.

IMG_2473Meistari Erró er með sýningu til 29. apríl í Galerie Louis Carré et Cie, 10, avenue de Messine, Paris 8.

IMG_2406Í byggingu sem Frank Ghery teiknaði fyrir Fondation Louis Vuitton í Boulogne-skógi í útjaðri Parísar er verk eftir Ólaf Elíasson hluti af mannvirkinu öllu:

IMG_2621