Vorboðar
Vorboðarnir birtast í ýmsum myndum, hér eru nokkrar.
Hallgrímskirkja teygir sig til vorskýjanna um klukkan 19.00 laugardaginn 27. apríl
Það grænkar ....
og brumar.
Vormaraþon Félags maraþonhlaupara fór fram laugardaginn 27. apríl.
Vatnsstöð maraþonhlaupara við Nauthólsvík, Háskólinn í Reykjavík í bakgrunni,
Listaverkið Himinglæva eftir Elínu Hansdóttur við Hörpu sem speglast í Edition hótelinu.
Séð til Viðeyjar úr Hörpu.
Ungir einleikarar komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu að kvöldi föstudags 26. apríl. Frá vinstri fremst á sviðinu eru: Helga Diljá Kristjánsdóttir fiðla, Ólína Ákadóttir píanó, Maria Qing Sigríðardóttir selló, Tómas Vigur Magnússon fiðla og Hrafn Marínó Thorarensen faggot. Petri Sakari stjórnaði á þessum glæilegu tónleikum.