28.4.2024 9:46

Vorboðar

Vorboðarnir birtast í ýmsum myndum, hér eru nokkrar.

IMG_9803Hallgrímskirkja teygir sig  til vorskýjanna um klukkan 19.00 laugardaginn 27. apríl

IMG_9793Það grænkar ....

IMG_9801og brumar.

IMG_9792Vormaraþon Félags maraþonhlaupara fór fram laugardaginn 27. apríl.

IMG_9786Vatnsstöð maraþonhlaupara við Nauthólsvík, Háskólinn í Reykjavík í bakgrunni,

IMG_9777

 Listaverkið Himinglæva eftir Elínu Hansdóttur við Hörpu sem speglast í Edition hótelinu.

IMG_9775Séð til Viðeyjar úr Hörpu.

IMG_9781Ungir einleikarar komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu að kvöldi föstudags 26. apríl. Frá vinstri fremst á sviðinu eru:  Helga Diljá Kristjánsdóttir fiðla, Ólína Ákadóttir píanó, Maria Qing Sigríðardóttir selló, Tómas Vigur Magnússon fiðla og Hrafn Marínó Thorarensen faggot. Petri Sakari stjórnaði á þessum glæilegu tónleikum.