6.7.2020 9:15

Vínlandssetur opnað í Búðardal.

Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir sem eiga og reka Landnámssetrið í Borgarnesi önnuðust frumhönnun og handritsgerð.

Vínlandssetrið, Leifsbúð í Búðardal, var opnað við hátíðlega athöfn sunnudaginn 5. júlí 2020. Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir sem eiga og reka Landnámssetrið í Borgarnesi önnuðust frumhönnun og handritsgerð.

Rögnvaldur Guðmundsson var formaður undirbúningsnefndar verkefnisins og afhenti hann þeim sem nú taka við rekstri þess lykla til staðfestingar á verklokum á vegum nefndarinnar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði setrið en meðal þeirra sem fluttu ávörp voru Jeffrey Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jacob Isbosethsen, ræðismaður Grænlendinga, og fulltrúi kanadíska sendiráðsins; Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvestur-kjördæmis. Kristján Sturluson sveitarstjóri stjórnaði athöfninni.

Hér fylgja nokkrar myndir.

IMG_1736Sögusýningin er á efrihæð þessa húss, Leifsbúðar. Á neðrihæð er veitingastaður. Húsið stendur niður við höfnina í Búðardal.

IMG_1701Gestir nutu þess að standa utan dyra í blíðviðrinu áður en formleg athöfn hófst.

IMG_1731Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði safnið.

IMG_1738Boðið var til móttöku í Dalabúð.

IMG_1740Sigríður Margrét Guðmundsóttir kynnti listamenn sem eiga verk á sögusýningunni. Hún er skoðuð með hljóðlýsingu og eru textar lesnir á fimm tungumálum: íslensku, ensku, þýsku, norsku og frönsku.

IMG_1743Hanna Dóra Sturludóttir söng og lék Snorri Sigfús Birgisson með henni á flygil.