18.12.2022 10:34

Vetrarsólstöður nálgast

Sólstöður vísa til þess að sólin stendur kyrr, það er hættir að hækka eða lækka á lofti. Vetrarsólstöður verða hér að þessu sinni miðvikudaginn 21. desember klukkan 21:48:10.

Sólstöður vísa til þess að sólin stendur kyrr, það er hættir að hækka eða lækka á lofti. Vetrarsólstöður verða hér að þessu sinni miðvikudaginn 21. desember klukkan 21:48:10.

Í dag, sunnudaginn 18. desember, er sólargangurinn þannig í Reykjavík:

Dögun:07:52, birting:10:01, sólris:11:19, sólarlag:15:30, myrkur 16:47. Miðvikudagurinn, 21. stysti dagur ársins, verður nokkrum mínútum styttri.

Á frétta-vefsíðunni Euronews segir í dag að sólstöður hafi verið í heiðri hafðar til forna þegar menn voru mun háðari náttúruöflunum en nútímamaðurinn og fylgdust náið með sólarganginum. Til séu minjar og dæmi um þetta, því geti menn kynnst á ólíkum stöðum. Mælir fréttastofan með þrennu:

750x420_cmsv2_16618648-a865-59ff-991b-6aacc70936e7-7241542Newgrange á Írlandi.

3. Newgrange á Írlandi.

Segir á vefsíðunni að Newgrange sé eitt elsta mannvirki í heimi sem taki mið af stjörnunum – þar sé nú einn heilagasti staður Írlands.

Mannvirkið sé grafreitur og tilbeiðslustaður frá nýsteinöld, það er frá árinu 3.200 fyrir krist, um 5.000 ára gamalt. Fornleifafræðingar telja að það hafi tekið um 300 manns 20 ár að gera mannvirkið.

Á vetrarsólstöðum fer sólargeisli djúpt inn í grafhvelfinguna, er hún upplýst í um 17 mínútur við dagrenningu.

Til að ákveða hverjir verði vitni að þessu á vetrarsólstöðum er efnt til happdrættis og valdir 50 gestir úr hópi um 30.000 umsækjenda.

773x435_cmsv2_ea6b011f-7969-5ebe-88b6-f3e43561f4d3-7241542Stonehenge á Englandi.

2. Stonehenge , Englandi.

Stonehenge er meðal merkilegustu manngerðra minja í Bretlandi. Þar mynda allt að fjögurra metra háir steinar hring án þess að nokkur hafi viðhlítandi skýringu á tilganginum.

Sumir telja að þarna hafi verið reist risavaxið sólúr. Fornleifarannsóknir sýna að svínum var slátrað við Stonehenge í desember og janúar og er það talið benda til sólstöðuhátíða.

Venja er að morguninn eftir sólstöðudaginn komi fólk saman við Stonehenge til að fagna að dag er tekið að lengja, að þessu sinni rís sólin kl. 08.04 fimmtudaginn 22. desember við Stonehenge. Öllum er frjálst að koma frá 07.45 til 10.00 en bent er á að örfá bílastæði séu þarna.

750x420_cmsv2_db1551ee-144d-55b4-becd-bf713bbd1cec-7241542Lúsíuhátíð í Svíþjóð,

1. Lúsíuhátíð víða í Skandinavíu

Euronews segir að í Svíþjóð, Noregi og sænskumælandi hluta Finnlands hafi sólstöðuhátíðir runnið saman við nýjan sið sem tengist degi heilagrar Lúsiu. Hátið ljóssins sé haldin 13. desember, vetrarsólstöðudag samkvæmt gamla rómverska almanakinu, til minningar um píslarvætti heilagrar Lúsíu, ungrar hefðarkonu á Sikiley sem Rómverjar drápu árið 304 e.kr.

Segir fréttastofan að hátíð ljóss og jóla hefjist 13. desember þar sem minningin um Lúsíu sé í heiðri höfð. Þar tengist kristinn og heiðinn siður eins og sjá megi á glöggdrykkjunni.