21.4.2023 9:31

Valkyrjan í Napólí

Sýningin á Valkyrjunni í Napólí var vel sótt af Íslendingum sumardaginn fystsa 2023 undir forystu Selmu Guðmundsdóttur,

Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari og formaður  Richard Wagner-félagsins á Íslandi vakti í fyrra athygli á að Valkyrjan, önnur óperan af fjórum í Niflungahring Wagners, yrði sýnd í apríl 2023 í Teatro di San Carlo óperuhúsinu í Napoli frá 1737. Bauð hún félagsmönnum að hafa milligöngu um kaup á miðum og var dágóður hópur Íslendinga á annarri sýningu óperunnar að kvöldi sumardagsins fyrsta 20. apríl 2023. Sýningin var eftirminnilegur listrænn viðburður. Hér eru nokkrar myndir tengdar henni:

IMG_6803Valkyrjusýningin kynnt á vegg gamla óperuhússins sem stendur við hlið gömlu hallarinnar og bókasafnsins,

IMG_6815Gestir koma sér fyrri í glæsilegum salnum.

IMG_6835Hljómsveitargryfjan.

IMG_6823IMG_6820_1682068316099

Óperan er í þremur þáttum, hún hófst kl. 18.00 og var lokið 23.50. Myndirnar hér að ofan voru teknar þegar flytjendum var fagnað eftir annan þátt: Efri mynd frá vinstri: Fricka: Vardhui Abrahayman, Siegmund: Jonas Kaufmann, Brūnnhilde: Okka von der Damerau, Wotan (Óðinn): Christopher Maltman. Neðri mynd: Sieglinde: Vida Mikneviciūté og Hunding: John Relyea.

IMG_6848Dan Ettinger hljómsveitara fagnað í lok sýningar

341293115_1213799195913638_6296174244897621501_nÞað var ánægður hópur Íslendinga sem kvaddi óperuhúsið Í Napolí sumardaginn fyrsta 2023.