Útför undir smásjánni
Kremlarfræðingar kalda stríðsáranna fylgdust náið með undirbúningi og framkvæmd opinberra útfara í Sovétríkjunum.
Mikhaíls Gortbatsjovs, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna,
er almennt minnst lofsamlega um heim allan. Í Rússlandi gætir þó tvíræðni í minningarorðunum.
Kremlverjar bera ekki sama lof á hann og almennt tíðkast um látna stjórnarleiðtoga
í Rússlandi.
Þegar Leonid Breshnév, forveri Gorbatsjovs, var borinn til grafar árið 1982 bar Rauða torgið í Moskvu þennan svip.
Rússneska ríkisfréttastofan birti um hann minningarorð þar sem sagði að nota mætti Gorbatsjov sem „dæmi um að góð áform þjóðarleiðtoga gætu skapað helvíti á jörðu í heilu landi“.
Kremlarfræðingar kalda stríðsáranna fylgdust náið með undirbúningi og framkvæmd opinberra útfara í Sovétríkjunum. Það skipti máli hverjir sátu í útfararnefndinni og í hvaða röð forystumenn flokksins stóðu á grafhýsi Leníns við Rauða torgið.
Aðferð Pútins við að jarða Gorbatsjov er einnig undir smásjánni.