Tvö Alpavötn
Í nágrenni Alpanna má finna mikil vötn. Hér er sagt frá tveimur og birtar myndir.
Í nágrenni Alpanna má finna mikil vötn. Hér verða birtar myndir frá tveimur.
Annecy-vatnAnnecy-vatn (f: Lac d'Annecy) er 14,6 km langt og 3,2 km breitt (27,59 km2) við bæinn Annecy í Haute-Savoie-héraði í Frakkland. Úr vatninu rennur áin Thiou. Vatnið er þriðja stærsta vatn Frakklands á eftir Lac du Bourget og Lac de Grand-Lieu, sé litið framhjá Genfarvatni sem skiptist milli Sviss og Frakklands.
Annecy-vatn er sagt „hreinasta vatn Evrópu“ vegna
strangra umhverfisverndarreglna sem settar voru um vatnið á sjöunda áratugnum.
Það er vinsælt ferðamannavatn, unnt er að kaupa 60 mínútna bátsferð um það og
eru myndirnar úr einni slíkri 29. ágúst 2021. Þar sigla seglbátar, hraðbátar og smákænur.
Vatnið varð til fyrir um 18.000 árum þegar Alpajöklar bráðnuðu. Í það rennur úr mörgum litlum ám auk þess dælir öflug lind undir yfirborði vatnsins miklu vatni í það.
Seglbátar á Annecy-vatni.
Af Annecy-vatni má sjá þennan kastala. Sagt er að Walt Disney hafi valið hann sem fyrirmynd af kastalnum fræga í myndinni um Mjallhvít og dvergana sjö. Eru skipulagðar skoðunarferðir um hann undir þeim merkjum,
GenfarvatnGenfarvatn (fr: le Léman eða lac Léman; ít: Lago Lemano; þý: Genfersee; rómanska: Lai da Genevra e: Lake Geneva) er 73 km langt og 14 km breitt vatn við norðurhlið Alpanna sem skiptist milli Frakklands og Sviss, 60% er í Sviss, 345,31 ferkm í kantónunum Vaud, Genf og Valais og 40% í Frakklandi, 234,71 ferkm. í Haute-Savoie-héraði. Fljótið Rhône rennur í vatnið frá samnefndum jökli og úr því suður um Lyon og Rhône-dalinn til Miðjarðarhafs.
Eitt helsta kennileiti Genfar er gosbrunnurinn mikli í vatninu, á frönsku heitir hann Jet d'Eau en finnst á netinu t.d. með því að slá inn orðum Geysir of Geneva. Strókurinn er 140 m hár og sagt að hann sjáist þegar flogið er yfir Genf í 10 km hæð (33.000 fetum). Vatninu er sprautað út um 10 cm stút á 200 km hraða og um 7.000 lítrar af vatni eru jafnan á lofti og berst úðinn víða eftir vindátt hverju sinni. Sögu gosbrunnsins má rekja aftur til 1886 en þar sem hann er núna hefur gosið síðan 1951. Frá 2003 gýs hann hvern dag nema í miklu frosti eða roki. Frá vori fram á haust er gosbrunnurinn upplýstur að kvöldlagi.
Strókurinn frá gosbrunninum í Genfarvatni er 140 m hár.
GGosbrunnurinn er gott kennileiti.
Genfarvatn skiptist mlli Svisslendinga og Frakka. Svisslendingar minna á yfirráð sín.