13.8.2017 13:49

Tvær mikilvægar ákvarðanir

Tvær pólitískar ákvarðanir í liðinni viku hafa meiri áhrif en aðrar: (1) um leiðtogakjör reykvískra sjálfstæðismanna; (2) um hraða afgreiðslu hælisumsókna.

Tvær pólitískar ákvarðanir í liðinni viku hafa meiri áhrif en aðrar. Þar vísa ég annars vegar til ákvörðunar stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um að efna til leiðtogakjörs vegna skipunar á framboðslista í borgarstjórnarkosningunum vorið 2018 og hins vegar til ákvörðunar dómsmálaráðherra um að mál hælisleitenda sem koma hingað frá öruggum Evrópulöndum verði afgreidd á einum degi.

Borgarstjóraembættið er mikilvægt þótt það hafi breyst í einskonar tertuskraut eftir að Jón Gnarr settist í það. Ætla mátti að óreyndu að Dagur B. Eggertsson léti meira að sér kveða sem raunverulegur leiðtogi borgarbúa þegar hann tók við af Jóni Gnarr. Raunar er annað uppi á teningnum eins og best sannaðist í mengunarslysinu sem varð í borginni í sumar. Dagur B. talar um atburðinn eins og áhorfandi en ekki eins og borgarstjóri.

Meirihlutinn í Reykjavík telur sér ekki fært að greiða kostnað vegna námsgagna fyrir grunnskólaborg sem fréttastofa ríkisútvarpsins telur að nemi 80 milljónum kr. á ári eða 320 milljónum kr. á kjörtímabili. Meirihlutinn miklar ekki fyrir sér fjárhæðir af þessari stærð þegar hann ræðst í ónauðsynlegar framkvæmdir á Hofsvallagötu eða Grensásvegi svo að tvö dæmi um gæluverkefni séu nefnd.

Sjálfstæðismenn í Reykjavík verða að velja sér leiðtoga vegna kosninganna næsta vor sem þeir treysta til að draga fram og ræða á skýran og skiljanlegan hátt hve illa hefur verið staðið að stjórn mála í borginni undanfarin átta ár. Leiðtoga sem áttar sig á aðalatriðum húsnæðis- og skipulagsmála og hefur burði til að gjörbreyta stjórnarháttum stjórnmálamanna í borginni.

Eftir að upplýst var að ef til vill verði allt að sex milljörðum króna varið á þessu ári vegna útlendingamála skýrði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra frá því að hún hefði föstudaginn 11. ágúst skýrt ríkisstjórninni frá nýjum úrræðum til að afgreiða tilhæfulausar hælisumsóknir á einum degi. Hún sagði 11. ágúst á mbl.is:

„Við erum að fara að stytta enn frekar málsmeðferðina í slíkum tilfellum þannig að hægt á að vera að afgreiða slíkar umsóknir samdægurs. Síðan verður gert átak í því að vísa því fólki úr landi sem fengið hefur synjun.“

Fyrstu sex mánuði þessa árs sóttu 500 manns um hæli hér á landi, en rúmlega 1.100 á öllu árinu 2016. Útlendingastofnun telur að umsóknir í ár gætu orðið á bilinu 1700-2000. Flestar umsóknirnar eru frá fólki frá öruggum löndum.

Hér á síðunni hefur lengi verið hvatt til þess að tekið sé á tilhæfislausum hælisumsóknum af meiri hraða og festu. Verði það gert dregur strax úr slíkum umsóknum. Að baki þeim er skipulögð starfsemi af einhverju tagi og er óhjákvæmilegt að láta þá sem hafa hag af því að senda hælisleitendur hingað til að hafa fé af skattgreiðendum ganga á