Þáttaskil í afstöðu til orkupakkans
Þá markar grein þeirra Elíasar Bjarna Elíassonar og Svans Guðmundssonar í Morgunblaðinu í morgun (25. mars) straumhvörf í afstöðu þeirra.
Þáttaskil hafa orðið í umræðum um þriðja
orkupakkann. Það sést á ummælum margra á Facebook
og annars staðar í netheimum. Þá markar grein þeirra Elíasar Bjarna Elíassonar
og Svans Guðmundssonar í Morgunblaðinu
í morgun (25. mars) straumhvörf í afstöðu þeirra.
Þeir hafa beitt sér gegn samþykkt orkupakkans
innan Sjálfstæðisflokksins og í ræðu og riti en segja nú betra sé að samþykkja pakkann
en að fella hann eða fresta eins lengi og stætt sé. Þá segja þeir:
„Með þeirri lausn sem nú liggur á borðinu er loku fyrir það skotið að við tökum upp reglu ESB um samtengingu við þeirra orkumarkað án umræðu og þurfi til skýra aðkomu Alþingis um raforkusæstreng inn á markað Evrópusambandsins. Það verður ekki hægt án þess að eftir verði tekið, að læðast bakdyramegin inn á Alþingi með afsal á orkuauðlind okkar.
Það ber að fagna þeim vinnubrögðum sem utanríkisráðherra hefur viðhaft í þessu máli. Fundir hafa verið haldnir innan sjálfstæðisfélaga og hafa menn tekist á um málið. Hlustað hefur verið á rök félaga flokksins og úrbætur lagðar til. Að minnsta kosti hefur lítið farið fyrir umræðu annarra flokka og baráttu fyrir sjálfstæði okkar um þetta mál.“
Undir þetta skal tekið og minnt á það sem áður hefur verið sagt að þeir sem lýst hafa efasemdum um innleiðingu 3ja orkupakkans hljóta að fagna niðurstöðunni á þann veg sem Elías Bjarni og Svanur gera.
Tilkynning um hana var ekki aðeins gefin af íslenskum stjórnvöldum föstudaginn 22. mars heldur einnig af framkvæmdastjórn ESB eins ogsjá má hér.