11.7.2020 10:31

Þakkir

Mér eru efst í huga þakkir til Katrínar og Bjarna fyrir þá virðingu sem þau sýna minningu foreldra minna og Benedikts litla.

Minningarstundin sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð til við minningarsteininn á Þingvöllum þar sem Ráðherrabústaðurinn eða Konungshúsið stóð þar til það brann til grunna 10. júlí 1970 var látlaus og hátíðleg.

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármála- og efnahagsmálaráðherra fluttu ávörp. Má sjá það hér og heyra . Orð þeirra snertu alla sem þarna voru í einstaklega fallegu veðri.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var við athöfnina.

Mér eru efst í huga þakkir til Katrínar og Bjarna fyrir þá virðingu sem þau sýna minningu foreldra minna og Benedikts litla. Þá vil ég einnig þakka öllum sem sent hafa kveðjur í tilefni þessa minningardags. Engin tök eru á að þakka hverjum og einum  en margir minnast þessa dags og þeirra sem minnst er.

Ég læt nokkrar myndir tala.

IMG_1759Grafreiturinn í Fossvogskirkjugarði.

GetFile.php_1594462730546Katrín Jakobsdóttir hugar að blómsveig ríkisstjórnarinnar.

IMG_1770Bjarni Benediktsson flytur ávarp.

108100043_275334080585282_8398992516526013831_nAfkomendur við minningarsteininn.

107746526_893283944491359_7700635905317789822_nGuðrún, Björn, Valgerður - Anna er búsett í Sviss.

IMG_1773Að athöfn lokinni.

IMG_1774Kaffiveitingar voru í Þingvallabænum í boði forsætisráðherra.