28.8.2022 9:49

Sumarlok að Kvoslæk

Okkur er metnaðarmál að fá listamenn úr nágrenninu og fyrirlesara sem bregða ljósi á nágrennið.

Lokaviðburður sumarsins hér að Kvoslæk er í dag þegar Rut og vinir hennar flytja tónlist í Hlöðunni: hljóðfæraleikarar af höfuðborgarsvæðinu og tvær söngkonur héðan úr Fljótshlíðinni.

Okkur er metnaðarmál að fá listamenn úr nágrenninu og fyrirlesara sem bregða ljósi á nágrennið.

IMG_5493Þessi tryppi hafa notið frelsis í sumar að Kvoslæk. Þau er tveggja vetra sem standa saman. Stjörnótti folinn er eins vetra. Rauðu folarnir eru sammæðra, Myndin tekin 28. ágúst 2022.

IMG_2140Myndin er tekin 21,. september 2020 og sýnir rauða folann. Brúna merin er fyrir aftan hann.

Fyrst komu tónlistarmenn úr Árnessýslu. Fyrri fyrirlesturinn var um Ámunda smið sem fæddist hér í næsta nágrenni, í Vatnsdal. Seinni fyrirlesturinn var um mótun lands við Markarfljót. Opnuðu fyrirlesarar nýja sýn, annars vegar á mannlífið og hins vegar á krafta jarðar.

Við göngum að því vísu eftir meira en áratug að viðburðirnir eru vel sóttir og vel metnir.