25.12.2024 11:16

Styrkur kristninnar

Þá minnir hann á að í heiminum aðhyllist flestir kristndóminn þegar litið sé til útbreiðslu trúarbragða, hann sé til dæmis í mikilli sókn í Afríku, fyrir sunnan Sahara.

Tom Holland er breskur sagnfræðingur og höfundur margra bóka auk þess sem hann heldur úti vinsælu hlaðvarpi The Rest Is History þar sem hann og Dominic Sandbrook fjalla vikulega um sagnfræði.

Holland er höfundur bókarinnar Dominion: The Making of the Western Mind en hún var gefin út í Bandaríkjunum árið 2019 undir heitinu: Dominion: How the Christian Revolution Remade the World.

Í bókarkynningu segir að þar sé lýst áhrifum kristninnar á mótun heimsins eins og við þekkjum hann núna, einkum siðferðilegum áhrifum hennar. Holland segir að í bókinni sé að finna lýsingu á byltingarkenndum áhrifum kristninnar til að breyta og móta lífsviðhorf og skoðanir ekki aðeins í vestrinu heldur um heim allan.

DominionByTomHollandAmericanEdition

Ástæðan fyrir því að minnst er á Tom Holland hér á jóladag er ekki þessi bók heldur að hún varð hvati að því að Bari Weiss, stofnandi og ritstjóri bandarísku vefsíðunnar The Free Press (TFP), ræddi við Holland á hlaðvarpi sínu Honestly í tilefni af jólunum.

Bari Weiss hraktist af ritstjórn The New York Times og byrjaði í janúar 2021 að skrifa vefsíðu sem hún kallaði Common Sense fyrir foreldra sína og kannski systur auk örugglega nokkurra nettrölla. Vinsældir síðunnar urðu meiri en hún ætlaði og í september 2022 breyttist hún í The Free Press sem stefnir að því að ná milljón áskrifendum fyrir lok þessa árs, 2024. Efnið á síðunni verður sífellt fjölbreyttara og þar skrifa margir úrvalsblaðamenn og álitsgjafar.

Í upphaflegri kynningu á TFP sagði meðal annars:

„Við sáum breytingar á ritstjórnarskrifstofum okkar og ritstjórnarfundum. „Allar fréttir sem hæfir að birta“ [slagorð The New York Times] breyttist í „allar fréttir sem falla að boðskapnum“. Litið var á forvitni sem löst – ekki nauðsyn.“

Í samtalinu við Tom Holland spyr Bari Weiss hann um rökin fyrir því að Bandaríkin hafi komið til sögunnar á kristnum grunni. Hann skýrir einnig þá skoðun að „vók“ samtímans megi rekja til kristninnar og einnig vinstrimennskuna sem afneitar gjarnan trúarbrögðum. Þá minnir hann á að í heiminum aðhyllist flestir kristndóminn þegar litið sé til útbreiðslu trúarbragða, hann sé til dæmis í mikilli sókn í Afríku, fyrir sunnan Sahara.

Nú veit ég ekki hvort þeir sem ekki eru áskrifendur að TFP geta hlustað á samtal Bari Weiss við Tom Holland en hér er krækja. 

Hér er stutt tilvitnun á ensku:

I think what is radical about what Christians come to believe is not the fact that a man can become a god. Because for most people in the Mediterranean that is a given. What is radical is that the man Christians believe was divine was someone who had ended up suffering the worst fate imaginable—death by crucifixion—which, in the opinion of the Romans, was the fate visited on a slave. [...] The fact that such a person could conceivably be raised up by citizens of the Roman Empire as someone greater than Caesar himself, greater than Augustus, is a completely shocking maneuver. Judeans, Greeks, Romans—it’s shocking to them all.