5.9.2022 9:17

Stjórnarskrá hafnað í Síle

Ætlunin var að stjórnarskrárbinda meira en 100 réttindi, fleiri en í nokkru öðru landi heims. Gabriel Boric, ungur vinstrisinnaður forseti Síle, batt miklar vonir við frumvarpið.

Árið 2020 sögðust 80% Síle-búa vilja nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrárfrumvarpið var fellt með 62% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 4. september 2022. Ferlið var talið til fyrirmyndar. Textinn þótti hörmulegur.

Chile-emphatically-rejects-new-constitution-in-referendumMikill fögnuður varð meðal almennings þegar stjórnarskrárdrögunum hafði verið hafnað.

Í nýju stjórnarskránni átti að lögfesta rétt til þungunarrofs, tryggja heilsugæslu fyrir alla, jafnrétti kynjanna skyldi tryggt í stjórn landsins, frumbyggjum skyldi tryggð meiri stjórn eigin mála, reglur um námuvinnslu skyldu hertar og mælt var fyrir um rétt náttúrunnar og dýra.

Ætlunin var að stjórnarskrárbinda meira en 100 réttindi, fleiri en í nokkru öðru landi heims. Gabriel Boric, ungur vinstrisinnaður forseti Síle, batt miklar vonir við frumvarpið. Vinsældir hans hafa á fáeinum mánuðum orðið að engu, verðbólga eykst samhliða fjölgun glæpa.

Þessi endasleppa stjórnarskrársaga minnir á stjórnarskrárferli sem hófst hér að frumkvæði vinstrisinna vorið 2009. Borið var lof á ferlið, enginn veit þó um efnislegu niðurstöðuna. Hún týndist í ferlinu. „Nýja stjórnarskráin“ breyttist í gjörning og lifir í veggjakroti.