29.7.2025 9:56

ESB-aðildarferlið og Ísland

Nú þegar ríkisstjórnin hefur ákveðið að ýta umræðunum um aðild Íslands að ESB úr vör á ný er nauðsynlegt að glöggva sig á hvar Ísland er statt í ESB-aðildarferlinu.

Nú þegar ríkisstjórnin hefur ákveðið að ýta umræðunum um aðild Íslands að ESB úr vör á ný er nauðsynlegt að glöggva sig á hvar Ísland er statt í ESB-aðildarferlinu.

Sótt var um aðild 2009 og 17. júní 2010 samþykkti leiðtogaráð ESB að tilnefna Ísland sem hæft ríki til aðildar enda hæfust formlegar viðræður um hana (e. accession negotiations). Þessar viðræður voru settar á ís í janúar 2013 og þeim var formlega slitið í mars 2015 eða eins og segir í bréfi utanríkisráðherra Íslands 12. mars 2015, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að put the accession negoations on a complete hold. Eftir þetta var Ísland tekið af lista ESB yfir ríki sem leiðtogaráðið hafði tilnefnt til aðildar.

Flag-Pins-Iceland-European-Union

Á íslensku er talað um Ísland sem umsóknarríki án þess að greint sé á milli ríkis sem aðildarumsækjanda e. applicant country og aðildarkandídats e. candidate country.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur staðfest að stækkunardeild framkvæmdastjórnar ESB líti á Ísland sem aðildarumsækjanda.

Hér hefur áður verið vitnað í sögulegt viðtal sem Björn Malmquist, fréttaritari ríkisútvarpsins í Brussel, átti við Guillaume Mercier, talsmann stækkunarstjóra ESB, 15. janúar 2025. Á ruv.is er enskur texti samtals þeirra og þar spyr Björn:

The decision to accept Iceland as an applicant state in 2010 required unanimous approval from all member states. Would this need to be repeated?

„That is a fundamental question,“ said Mercier. „Once we receive clear communication from Iceland about its desire to resume negotiations, Icelandic authorities would need to notify the European Council and the member states, and they would decide the next steps. At this stage, we cannot answer that question.“

Svarið staðfestir að spurningin sem Íslendingar standa frammi fyrir, verði efnt til ESB-atkvæðagreiðslu fyrir árslok 2027, snýst um hvort þess verði farið á leit við framkvæmdastjórn ESB að leggja umsókn Íslands um að verða tilnefnt sem aðildarríki aftur fyrir leiðtogaráð ESB.

Það liggur í augum uppi að spurning um þetta efni verður ekki lögð fyrir þjóðina án þess að alþingi hafi fyrst samþykkt tillögu þess efnis og fyrir liggi ásetningur þingsins um að fylgja niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar eftir hver sem hún verður. Sé ekki afdráttarlaust gengið frá þessum þætti og öllu er varðar framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar er unnt að krefjast ógildingar atkvæðagreiðslunnar að henni lokinni.

Samhliða því sem ríkisstjórnin hefst nú handa við að komast að niðurstöðu um hvernig hún ætlar að leggja þetta mál fyrir íslenska kjósendur verður hún að skipuleggja stuðning við áform sín meðal 27 ESB-ríkja. Eitt þeirra getur stöðvað ferlið í leiðtogaráðinu.

Framkvæmdastjórn ESB er hér nauðsynlegur milliliður og mun gæta þess að ekkert sé gert af hálfu íslenskra stjórnvalda sem geti spillt fyrir augljósum áhuga hennar á að koma Íslandi aftur inn í aðlögunarferlið. Fjórum stigum þess er lýst í orðalistanum hér fyrir neðan.

Stig aðildarferlis Enskt hugtak (ESB) Tillaga á íslensku Skýring
1. Formleg umsókn send Applicant country Aðildarumsækjandi Ríki sem hefur sent inn formlega umsókn um aðild að ESB, en hefur ekki enn hlotið formlegt samþykki sem frambjóðandi.
2. Leiðtogaráð samþykkir Candidate country Aðildarkandídat Ríki sem hefur hlotið formlega samþykki leiðtogaráðs ESB til að verða frambjóðandi sem aðildarríki.
3. Formlegar viðræður hafnar Accession negotiations opened Aðildarviðræðuland Ríki sem er komið í formlegar aðildarviðræður við ESB eftir að hafa uppfyllt skilyrði og opnað samningskafla.

Lokastig

Acceding country Aðildarfullgildingarland Ríki sem hefur lokið viðræðum og bíður fullgildingar aðildarsamnings.