28.7.2024 11:47

Steinunn í Hlöðunni

Myndirnar sem Steinunn brá upp í fyrirlestri sínum sýna einmitt þetta. Ekki-maður hennar en þó ímynd mannsins kallar fram sterkar tilfinningar. 

Við buðum Steinunni Þórarinsdóttur að segja frá myndlist sinni í Hlöðunni að Kvoslæk laugardaginn 27. júlí. Var ævintýri líkast að heyra hana lýsa því sem hún hefur afrekað við gerð og uppsetningu listaverka sem finna má um heim allan.

Verk hennar fara víðar og birtast við svo sérkennilegar aðstæður að okkur skortir almennt hugmyndaflug til að átta okkur á því. Af hógværð sinni minntist Steinunn til dæmis ekki á að í apríl var opnuð sýning í Augustenborg á Als-eyju í sveitarfélaginu Sønderborg í Suður-Danmörku þar sem sjá má verur hennar á sérkennilegum stað til 31. október 2025.

Galleri Christoffer Egelund í Kaupmannahöfn stendur að sýningunni undir merkjum Augustenborg_Project og ber hún heitið HUMAN.

Í kynningu segir að byggingin sem hýsi verkin hafi verið geðveikraspítali til ársins 2015. Það sé mjög sérstakt að ganga fram á verk Steinunnar í sömu herbergjum þar sem stundaðar hafi verið lækningar til að svipta einstaklinga einkennum sínum. Verkin geti ekki annað en kallað fram tilfinningu áhorfandans um muninn á að vera maður og ekki-maður.

Myndirnar sem Steinunn brá upp í fyrirlestri sínum sýna einmitt þetta. Ekki-maður hennar en þó ímynd mannsins kallar fram sterkar tilfinningar. Verurnar eru dularfullar og jafnvel óhugnanlegar í hugum einhverra en vekja jafnframt gleði, ekki síst tengi þær manninn milli himins og jarðar með birtu í hjarta.

Hér eru þrjár myndir sem Ísólfur Gylfi Pálmason á Uppsölum, nágranni okkar í Fljótshlíðinni, tók 27. júlí:

452992902_8233842726682528_5051017407694422202_nSá sem stendur á milli okkar Steinunnar á hlaðinu á Kvoslæk heitir Hlé. Dæmigert er að veran gefur sér tóm til að íhuga næsta skref.

452930089_8233842330015901_8030109205560491445_nFyrirlesturinn bar fyrirsögnina Maður um mann og Steinunn brá upp tæplega 50 myndum.

453071372_8233842500015884_5941411573347715325_nRut í Hlöðudyrunum.

453065505_985297480001359_640910588507196050_nDrífa Hjartardótttir á Keldum tók þessa mynd þegar Steinunn svaraði fyrirspurnum.

IMG_0287Það eru ekki öll verk Steinunnar í hæð mannsins.

2024-04-07Að lokum mynd frá galleríinu sem stendur að sýningu Steinunnar um þessar mundir á Als í Danmörku.