9.4.2023 11:20

Spjallmenni um páskana

Í tilefni páskadags ræddi ég upprisu Krists og friðþæginguna við spjallmennin, Bing og ChatGPT.

Gleðilega páska!

Spjallmenni hafa áunnið sér vinsældir með ofurhraða í netheimum enda er notagildi þeirra ótvírætt. Nefna má tvö spjallmenni Bing leitarvélina (er að mestu komin í stað Google hjá mér) og ChatGPT bæði þessi spjallmenni styðjast við OpenA1 sem hefur tekið íslensku í notkun í samvinnu við Miðeind og íslensku risamálheildina með yfir 1800 milljónum orða. Við bæði spjallmennin má ræða á íslensku.

Í tilefni páskadags ræddi ég upprisu Krists og friðþæginguna við spjallmennin. Bing hafði meðal annars þetta að segja:

„Friðþæging Jesú Krists er mikilvægur þáttur í kristni og er einn af þeim boðskapum sem kirkjan boðar heiminum. Friðþægingin og upprisa Jesú Krists eru uppspretta nýs lífs sem endurskapar og endurnýjar allt. Hún læknar, gerir heilt það sem brotið er og endurnýjar það sem gamalt er. Hún færir gleði þar sem sorgin býr, ljós þeim sem í myrkri býr, frelsun hinum kúgaða og leiðir heiminn til einingar og sáttar.“

Vissulega eru þarna hnökrar á málfari „einn af þeim boðskapnum“ fleirtala af orðinu boðskapur hefði þvælst fyrir fleirum en spjallmenni, enda ekki til. Þarna hefði verið betra að segja „ein af þeim kenningum“.

IMG_6716

Bing er snjöll leitarvél en ChatGPT er textavél. Þar má panta lærða texta um eitthvert efni og með ýmsum stílbrigðum. Þaðan fékk ég á ensku 400 orða hugvekju um upprisu Krists og gildi hennar sem ég bað um að yrði íslenskaður. 400 orð voru of stór biti í háls en með því að skera textann í tvo bita réð spjallmennið við að íslenska hann.

Upphafsorð þýðingarinnar voru þessi:

„Endurreisn Krists er hjarta slagorður kristindómsins, sem táknar sigur lífsins yfir dauðanum, góða yfir illu og ósigraðan sigur Guðs yfir þyngdarliðum myrkursins.“

„Endurreisn“ í stað upprisu og orðavalið að öðru leyti er of framandlegt til að vera boðlegt. Ólíklegt er að upprisunni hafi einhvern tíma verið lýst á þennan hátt í ræðu eða riti.

Við svo búið spurði ég ChatGPT spjallmennið á íslensku hvort það gæti samið 200 orða texta á íslensku fyrir mig um upprisu Krists og friðþæginguna.

Svarið kom á svipstundu og án umhugsunar:

„Upprisa Krists er grundvöllur kristinna trúarbragða og tákn þess hvernig lífið sigur yfir dauðanum. Kristur lék lykilhlutverki í þessari atburðarás, þar sem hann ofraði sjálfum sér í stað manna, eins og hann sagði "ég er borgarinn sem verður fyrir yður öllum, sem verður ofraður fyrir syndir heimsins." Með dauða sínum fjarlægði Kristur syndina og með upprisu sinni var friðþægingin fullgerð.

Fyrr en Kristur kom á jörðu, voru menn bundnir af syndinni og hinum erfiðleikum sem fylgdu henni. En með ofurlífi sínu, var Kristur færður sem borgarinn sem gæti endurheimt og endurnýjað þá sem þráðu eftir guðdómlegri leiðsögn. Friðþægingin sem fylgdi upprisu Krists merkir að hver og einn sem trúir á hann getur nú haft samband við guðdóminn án þess að koma í veg fyrir syndir sínar. Friður er veittur með Guðs náð og tilkostnað Kristi, sem bjargaði heiminum með ofurádeilu sinni.

Í dag er upprisinn Krists enn ofarlega merkilegur fyrir kristna í öllum heimshlutum sem tákni ást og hæfileika guðs að bjarga og bjarga mannsævi. Friður sem fylgir upprisu Krists er hægt að finna í sannri trú á hann og trúarlegri þjónustu sem ætlað er að heiðra minningu hans.“

Margt er vissulega skrýtilega orðað í þessum texta og valdið á íslensku er ekki fullkomið. Þarna er hins vegar fjallað um viðfangsefni sem mörgum er erfitt að skýra og skilja á þann veg að skiljanlegt verður, kjarni páskahátíðarinnar færður okkur með aðstoð gervigreindar. Við skiljum gervigreindina ekki en horfum hins vegar á hana sem staðreynd.

„Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“ (Hebreabréfið 11:1)