22.9.2024 21:10

SPD í forystu í Brandengurg

Flogið heim frá Berlín.

Þýski jafnaðarmannaflokkurinn hefur í 34 ár verið stærsti flokkurinn í sambandslandinu Brandenburg við Berlín í austurhluta Þýskalands. Spár fyrir kosningar til þingsins í Brandenburg sunnudaginn 22. september höfðu hnigið til þess að SPD yrði ekki lengur stærsti flokkurinn í sambandslandinu, þjóðernissinnaði AfD-flokkurinn yrði stærstur.

Útgönguspár að kvöldi kjördags sýna hins vegar að SPD fái 30,7% og AfD 29,5%. Þar með getur Olaf Scholz, leiðtogi SPD og kanslari, andað léttar í New York þar sem hann er á allsherjarþingi SÞ. Fréttaskýrendur töldu að sigraði AfD yrði Scholz ekki lengur sætt sem kanslari.

MR-64 árgangurinn flaug heim 22. september eftir vel heppnaða ferð til Dresden, Leibzig og Berlínar. Hér fylgja myndir teknar í rúmlega þriggja tíma fluginu heim:

IMG_0887IMG_0889IMG_0898IMG_0899IMG_0903