1.8.2022 10:46

Söngsigur í Bayreuth

Umsögnin staðfestir það sem Selma Guðmundsdóttir sagði áður en hún birtist að í höndum Ólafs Kjartans verður Alberich að miðpunkti í verkinu.

Ólafur Kjartan Sigurðarson barítónsöngvari söng í gærkvöldi (31. júlí) Alberich í nýrri uppfærslu á Hring Niflungans eftir Richard Wagner á árlegri sumarhátíð í Bayereuth í Bæjaralandi í óperuhúsinu sem Wagner lét reisa á 19. öld til að flytja verk sín við aðstæður sem hann taldi hæfa þeim best.

223712130_307410804507176_9142426460335204443_nKynning á Ólafi Kjartani á Bayreuth-hátíðinni.

Í því felst mikil viðurkenning að verða valinn til að syngja á Bayreuth-hátíðinni svo að ekki sé talað um burðarhlutverk á borð við Alberich. Nokkrir Íslendingar voru á frumsýningunni í gær, þeirra á meðal Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra sem sagði á Facebook í morgun (1. ágúst):

„Niflungahringur Wagners ætti í raun að heita Niflungshringur eða Ring des Nibelungen. Þar er einmitt átt við Alberich og í sýningu á Rínargullinu í gær átti Ólafur Kjartan Sigurðarson sýninguna skuldlaust eins og dómar í þýsku pressunni bera vott um.“

Þá sagði Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari og formaður Wagnerfélagsins á Íslandi, á Faebook í gær:

„Frábær frammistaða Ólafs Kjartans í kvöld sem Alberich í Rheingold í Bayreuth! Salurinn hristist af fagnaðarlátum, enginn fékk meiri klapp. Það sem við Íslendingarnir vorum stolt!“

Selma birtir einnig krækju á „næturumsögn“ blaðsins Merkur eftir Markus Thiel. Hann segir um Ólaf Kjartan:

... [E]in vollkommenes Charakterrelief glückt eigentlich nur bei Alberich, den Olafur Sigurdarson mit hellem Bariton-Granit zur Mittelpunktsfigur macht.

Umsögnin staðfestir það sem Selma sagði áður en hún birtist að í höndum Ólafs Kjartans verður Alberich að miðpunkti í verkinu.

Uppsetningar á Hringnum í Bayreuth vekja jafnan miklar umræður. Að þessu sinni er Austurríkismaðurinn Valentin Schwarz (33 ára). Hann var aðeins 31 árs árið 2020 þegar Katharina Wagner, stjórnandi Bayreuth-hátíðarinnar, réð hann til að setja upp Hringinn, sem tekur tæpa 16 klukkutíma í flutningi í fjórum óperum Das Rheingold, Die Walküre, Siegfried og Götterdämmerung.

Yfirleitt velja óperuhús þann kost að setja upp allan Hringinn á nokkrum árum áður en allar óperurnar fjórar eru sýndar saman í heild á nokkrum dögum. Frá lokum annarrar heimsstyrjaldarinnar hafa aðeins verið níu uppfærslur á Hringnum í Bayreuth ganga þær yfirleitt þrjú ár hver í óperuhúsinu þar.

Þegar ákveðið var að fara af stað með nýja Hring-uppfærslu árið 2020 átti finnski hljómsveitarstjórinn Pietari Inkanen (42 ára) að stjórna með Schwarz sem leikstjóra. Inkanen veiktist af COVID-19 og missti af lykilæfingum og var þá ákveðið að Cornelius Meister stjórnaði hljómsveitinni en hann hafði verið ráðinn til að stjórna Wagner-óperunni Tristan und Isolde í Bayreuth í sumar þar sem Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur Melot nýrri uppfærslu.

29493784-olafur-sigurdarson-als-alberich-bei-den-bayreuther-festspielen-2oiH38aCwB70Ólafur Kjartan sem Alberich í nýju uppfærsluunni í Bayreuth.

Af því sem segir í umsögn Merkur um Das RheingoldRínargullið –er Alberich gerður að trylltum barnaræningja, gullið víkur fyrir börnum. Guðirnir búa í lúxusíbúðum og tröllin aka um á stórum jeppum. Allt hefur sinn tíma – tónlistin og söngurinn breytist þó ekki.

Til hamingju Ólafur Kjartan Sigurðarson! Sigur í Bayreuth jafngildir sigri á Ólympíuleikunum!