27.1.2023 9:24

Sólveig Anna ræðir ekki við neina „ógeðslega“

Að samningsborðinu gengur Sólveig Anna aðeins tilneydd, þegir þar en lýsir síðan yfir að þeir sem hún hitti fyrir í húsakynnum ríkissáttasemjara séu „ógeðslegir“.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði í gær (26. janúar) fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún felur í sér þrennt. Í fyrsta lagi að þeir sem starfa á kjarasamningnum fái sömu launahækkanir og samið var um við 18 félög Starfsgreinasambandsins. Í öðru lagi að allir fái afturvirkar hækkanir frá 1. nóvember og í þriðja lagi að allir félagsmenn Eflingar greiði atkvæði um hana. Verði tillagan samþykkt í atkvæðagreiðslu er hún bindandi og nýr kjarasamningur tekur gildi.

Ríkissáttasemjari sagði kjaraviðræðurnar í „algjörum og hörðum hnút og algjörlega stál í stál“. Þá benti hann á að verðbólga væri mikil og útlit fyrir að hagvöxtur minnkaði eftir að hafa verið mikill, óleyst kjaradeila þar sem engin von væri til viðræðna um sættir gerði illt verra fyrir þjóðarbúið.

Af hálfu beggja viðræðuaðila var lýst óánægju með þetta íhlutun ríkissáttasemjara, leysa ætti deiluna við samningaborðið. Það er holur hljómur í þessari gagnrýni SA og Eflingar sem nýtur stuðnings ASÍ-forystunnar gegn miðlunartillögunni.

1323110Sólveig Anna Jónsdóttir í samsettri mynd á mbl.is

SA nær einfaldlega engu talsambandi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Innan SA átta menn sig á því betur en allir aðrir sem rýna í hvert stefnir hjá Eflingu að fyrir Sólveigu Önnur vakir ekki annað en stofna til eins mikils ófriðar og hún getur með skæruverkföllum, að samningsborðinu gengur hún aðeins tilneydd, þegir þar en lýsir síðan yfir að þeir sem hún hitti fyrir í húsakynnum ríkissáttasemjara séu „ógeðslegir“.

Sjáið þessi dæmi um notkun hennar á orðinu undanfarin ár:

25 janúar 2023

Ógeðslegt að verða vitni að þessu helsjúka ástandi”

https://www.visir.is/g/20232369444d/-o-geds-legt-ad-verda-vitni-ad-thessu-hel-sjuka-a-standi-

24. janúar 2023

"Það er einkenni siðmenntaðra samfélaga að fólk geti séð fyrir sér með þeirri vinnu sem það ástundar. Í tilfelli mjög margra Eflingarfélaga er það einfaldlega ekki svo. Mér finnst það ógeðslegt. Það er óásættanlegt og við erum að berjast fyrir því að þessu verði breytt,“

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-01-24-engin-satt-a-einnar-minutu-fundi

12. janúar 2023

„Það er ekkert annað en ógeðslegt að verða vitni að þessari firrtu og skammarlegu hegðun,“

https://www.mannlif.is/frettir/felagsmenn-eflingar-a-flotta-vegna-formannsins-solveig-anna-einangrud-og-i-ulfakreppu/

11. janúar 2023

Kannski sé tímabært fyrir hana, sérstaklega með það í huga að hún er á framabraut innan Samfylkingarinnar sem vonarstjarna svokallaðs verkalýðsráðs flokksins, að snúa sér að öðru en auðvirðilegu niðurrifi og ógeðslegri aðför að hagsmunum verka og láglaunafólks.

https://www.dv.is/eyjan/2023/1/11/hvetur-olofu-helgu-til-ad-snua-ser-ad-odru-en-audvirdilegu-nidurrifi-og-ogedslegri-adfor-ad-hagsmunum-verka-og-laglaunafolks/

6. júlí 2022

“Norræna vinnumarkaðsmódelið er ógeðslegt ofbeldi segir Sóveig Anna”

https://www.frettabladid.is/frettir/norraena-vinnumarkadsmodelid-er-ogedslegt-ofbeldi-segir-solveig-anna/

1. maí 2022

"ég get þó full­yrt sem formaður Efl­ing­ar að mik­il­væg­ustu mál­in í kröfu­gerðinni verði að lág­launa­fólk fái það sem þau eiga skilið í hag­kerf­inu, að hús­næðismál alþýðufólks verði ekki ógeðslegt leik­fang al­ger­lega hömlu­lausr­ar auðstétt­ar, og að skatt­kerfið nýt­ist sem jöfn­un­ar­tæki en sé ekki enn eitt tæki­færð fyr­ir póli­tíska og efna­hags­lega valda­stétt til þess að þyngja birgðar lág­launa­fólks” https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/05/01/nytt_upphaf_hja_eflingu_fyrir_kjarasamningavidraedu/

1. maí 2021

"Þau láta eins og þau skilji ekki að þjóðfélag sem leyfir stéttaskiptingu og misskiptingu að festast í sessi og endurframleiðast á milli kynslóða er „ógeðslegt þjóðfélag“ sem svíkur vinnuaflið og börn þess um sanngirni og réttlæti.”

https://www.efling.is/2021/05/nu-er-timi-til-dirfsku-og-dada-gledilegan-barattudag-verkalydsins/

16. septemer 2020

"Þessir hópar, þrátt fyrir að vera ólík­ir, eru með konur í for­svari fyrir sig í bar­átt­unni og hafa þær þurft að þola ógeðs­legt orð­bragð og hegðun af hálfu karla. Á sama tíma hefur þessi frjáls­lyndi femín­ismi sem hér hefur verið stund­aður ekki getað eða viljað taka þátt í þess­ari bar­áttu. Hann er algjör­lega á hlið­ar­lín­unni þarna.“

https://kjarninn.is/skyring/2020-09-15-skulum-ekki-lata-thetta-timabil-verda-skammarblett-i-islenskri-sogu/

14. september 2020

"Þessi flotti strákur telur að margir bíði spenntir eftir því að Þríeykið fái spurningu frá blaðamönnum um hvernig þessi hugmynd mín um að atvinnulausar konur skrifi undir samning við Icelandair með tíðablóði svo að þær geti fengið hærri bætur samræmist sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda. Af því túr er svo ógeðslegur og skítugur! Svona smitandi ógeðslegt konu-ógeð! Væri nú fyndið ef að Alma yrði spurð, er það ekki?

https://frettatiminn.is/14/09/2020/atvinnulausar-konur-skrifi-undir-samning-vid-icelandair-med-tidablodi/

24. júlí 2020

"Um leið og við horfum á hvernig sjúk hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar liggur eins og ógeðslega mara á Bandaríkjunum og Bretlandi, „flaggskipum kapítalismans“, og leggur þar heilsu og hagsæld í rúst er engan bilbug á talsmönnum hinnar eitruðu hugmyndafræði á Íslandi að finna.”

https://www.midjan.is/ofstaekisfull-herferd-islenskrar-audstettar/

20. júlí 2020

"Það virðist því miður vera þannig á Íslandi í kreðsum þeirra sem ráða í krafti fjármagns að enginn glæpur er stærri en sá er kona í verkalýðsbaráttu fremur. Það er ógeðslegt að verða vitni að því. Ég vona af öllu hjarta að við getum staðið saman í því sem koma skal. Aðeins með því munum við geta tryggt að hagsmunir almennings verði ekki undirseldir órum, frekju og fautaskap auðstéttanna.”

https://heimildin.is/grein/11628/

17. júlí 2020

„Ég hef aldrei vitað annað eins: Karlar ætla að ganga í störf kvenna sem verða fyrir eins ógeðslegri framkomu og hægt er að hugsa sér, eru reknar úr starfi eins og eitthvað drasl, þrátt fyrir ára og áratuga starfsferil.”

https://www.midjan.is/reknar-ur-starfi-eins-og-eitthvad-drasl/

15. maí 2020

“fjármálaráðherra tekur andköf af hneykslun og reiði þegar stungið er upp á því að fjölga störfum í lang-niðurskornu velferðarkerfinu. Ógeðslegri hugmynd hefur hann varla heyrt.”

https://www.midjan.is/fjarmalaradherra-tekur-andkof-af-hneykslun/

9. nóvember 2019

"Ætla þau að halda áfram að ríkja yfir kerfi sem er augljóslega ógeðslegt og ósiðlegt, halda áfram að láta sem ekkert sé"

https://www.midjan.is/fataeka-konan-sem-rogast-um-med-byrgdar-samfelagsins-en-vill-thad-ekki/

2. maí 2019

"Forherðingin, firringin sem birtist okkur í vetur er vissulega ógeðsleg en við skulum samt fagna henni”

https://efling1.rssing.com/chan-51139664/article494-live.html

2. maí 2019

"Ég varð eiginlega orðlaus við að verða vitni að svona framkomu. Að sjá refsiaðgerðir í kjölfar verkfallanna er auðvitað sérstaklega ógeðslegt.” https://www.efling.is/2019/05/barattan-snyst-a-endanum-um-frelsi-2/

2. febrúar 2019

"Okkar aðfluttu félagar lenda sérstaklega illa í því ógeðslega ástandi á húsnæðismarkaði sem hér hefur fengið að dafna í þeim tilgangi að auðga útvalda”

https://www.midjan.is/framkoman-vid-adflutt-verkafolk-er-omurleg/

15. janúar 2019

"Þess­vegna er bæði fárán­legt og ógeðs­legt að sætta sig við að þær upp­skeri lítið sem ekk­ert fyrir gund­vall­ar­mik­il­vægi vinnu­fram­lags síns.”

https://samningar.efling.is/pistlar/ekki-seinna-en-nuna/

3. nóvember 2018

"Allt um hið sanna eðli þess sem skrifar opinberast í soranum: Viljinn til að ljúga, viljinn til að hræða, viljinn til að leita allra leiða til að sabótera baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Og viljinn til að notast við þetta ógeðslega og ódýra bragð fólks sem einskis svífst"

https://www.midjan.is/gafnaljosid-sirry-tekur-thatt-ogedinu/

8. júní 2018

"Það vissi hún og fyrrum skrifstofustjóri Eflingar sem þó fóru um með ógeðslegan rógburð um mig og starfshætti mína aftur og aftur”

https://www.dv.is/frettir/2020/06/08/solveig-um-meintar-lygasogur-eg-vard-mjog-sjokkerud-og-eiginlega-alveg-midur-min/

14. júlí 2018

“Með því að blanda í ógeðslegan kokteil frjálsum markaði og illskilgreindum hugmyndum um lýðræði, bæta svo ofaní hann draumum fólks um hamingju og lífsfyllingu og bjóða upp á hann við öll möguleg og ómöguleg tækifæri gátu þau sem telja sig raunverulega eigendur alls unnið markvisst að því að raunverulega eignast allt.”

https://www.efling.is/2018/07/ad-samthykkja-ekki-obreytt-astand/

13. júlí 2018

"Þrautreyndur kjaramálafulltrúi okkar fór á staðinn í vinnustaðaeftirlit sem skipti miklu við að svipta hulunni af þessu ógeðslega máli.”

https://www.efling.is/2018/07/efling-ver-felagsmenn-gegn-svikum-og-misnotkun/

20. apríl 2018

"Þessi lesning opnaði augu mín algjörlega og endanlega fyrir því hversu ógeðslegt það er að útbúa kerfi, sérhannað til að kapítalistar geti grætt á því sem gerir fólk að fólki, eins og því að upplifa veikindi og það að eldast.”

https://sosialistaflokkurinn.is/folkid/solveig-anna-grundvallarrettindi-alls-folks-ad-fa-ad-njota-lifsins/