20.6.2018 16:27

Sól í Keflavík og Brussel

Sólin skein þó einnig í Brussel og hitinn fór í 27 gráður svo að ekki þurfti að kvarta undan sólar- og hitaskorti.

Miðað við sólina sem skein í morgun þegar ekið var út á Keflavíkurflugvöll var dapurlegt að yfirgefa landið og eiga síðan von á rigningu í nokkra daga eftir heimkomu.

Sólin skein þó einnig í Brussel og hitinn fór í 27 gráður svo að ekki þurfti að kvarta undan sólar- og hitaskorti.

File-11_1529511960138Horft yfir miðborg Brussel.

Vél Icelandair var á áætlun en aldrei hefur vagninn farið eins langt frá flugstöðinni að vélinni eins og í þetta skipti. Engu er líkara en ákveðið hafi verið að gera flughlaðs-eyjar í kringum flugstöðina.

Skiljanlegt er að ganga þurfi um mismundandi hlið út úr landinu og þess vegna að ganga flugstöðina á enda við brottför. Hitt er óskiljanlegt að sé ekið með farþega að flugstöðinni frá flughlaði skuli þeir þurfa að ganga flugstöðina enda á milli. Hvers vegna?

Á flugvellinum í Brussel er gönguleiðin dágóður spölur frá flugvél að útgöngudyrum flugstöðvarinnar. Nokkur hluti leiðarinnar er í gegnum meira mannhaf en myndast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Myndin er tekin á safnahæðinni í Brussel og turnin fremst á myndinni er á fræga torginu, Grand Place.