27.12.2023 9:26

Snjór á hitaári

Með árinu 2023 kveður hlýjasta ár sögunnar í 174 ár og að sögn í 125.000 ár hvað sem menn hafa fyrir sér í því. 

Með árinu 2023 kveður hlýjasta ár sögunnar í 174 ár og að sögn í 125.000 ár hvað sem menn hafa fyrir sér í því. Hvert hitametið hefur verið slegið eftir annað undanfarna mánuði og nú er beðið mats vísindamanna á því hvort þróunin í ár breyti einhverju um álit þeirra á hvert stefnir í loftslagsmálum. Hitastigið hækkar innan marka tölvulíkana en kenningar eru uppi um að hraði hitahækkunar sé meiri en spáð var.

Til að minna á að enn snjóar í Reykjavík eru hér birtar nokkrar myndir því til sönnunar sem teknar voru síðdegis 26. desember og að morgni 27. desember:

IMG_9015Myndin er tekin að kvöldi annars dags jóla, 26. desember, og sýnir hve mikið snjóaði þá um daginn.

IMG_9019Borgarbirtan að baki trjánum.

IMG_9017Skín á hvítar greinar.

IMG_9023Að morgni 27. desember.

IMG_9026Tunglið yfir borginni kl. 09.30 27. desember.