Snjólaus Osló
Sólin skein í Osló miðvikudaginn 16. janúar
Sama dag og alvarlegar fréttir berast af snjóflóðum á Vestfjöðrum kvarta íbúar í Osló undan skorti á snjó. Veðrið hér er óvenjulega gott eftir árstíma eins og þessar þrjár myndir teknar um hádegisbil 15. janúar sýna og sanna.
Stórþinghúsið í Osló var tekið í notkun 1866.
Julius Fritzner lagði grunninn að Grand Hotel í Osló árið 1874. Hótelið stendur við Karls Johans götu skammt frá þinghúsinu. Það er reist í klassískum stíl og einkennir hvítt granít framhlið þess. Í hótelinu eru 290 herbergi.
Óskar I. konungur Svíþjóðar og Noregs varð fyrstur til að búa í koungshöllinni í Osló sem var formlega tekin í notkun árið 1849. Bernadotte-konungarnir Karl IV. og Óskar II. notuðu höllina en héldu að mestu til í Stokkhólmi. Þegar Karl prins af Danmörku varð konungur Noregs árið 1905 og tók sér nafnið Hákon VII. varð höllinn fast aðsetur Noregskonungs.