18.9.2024 15:21

Siglt um Spreewald

Spreewald er friðlýst svæði, völundarhús skurða og vatnaleiða. Svæðið teygir sig yfir 475 ferkílómetra og þar er fjölbreyttur gróður og dýralíf.

Á leiðinni frá Dresden til Berlínar (194 km) fórum við miðja vegu út af hraðbrautinni og skoðuðum lífríkið og fenin í Spreewald-friðlandinu í Brandenburg. Það er á heimsminjaskrá UNESCO.

Spreewald er friðlýst svæði, völundarhús skurða og vatnaleiða. Svæðið teygir sig yfir 475 ferkílómetra og þar er fjölbreyttur gróður og dýralíf.

Meðal margra plöntutegunda eru frægu Spreewald-gúrkurnar. Þær eru ræktaðar með hefðbundnum aðferðum, sannkallað lostæti.

Við fórum á flatbotna bátum sem róið er eins og gondóla af einum manni. Kyrrðin var mikil og nutum við þess að vera í um það bil klukkustund á vatnaleiðunum.

Myndirnar segja meira en mörg orð:

IMG_0761IMG_0764IMG_0772IMG_0773IMG_0776