25.4.2023 7:47

Siglt til Capri

Dagurinn á Capri og umhverfis eyjuna var ævintýralegur.

Capri er 10,4 ferkílómetra klettaeyja í Tyrrenahafi, hluta Miðjarðarhafs, í um 60 mínútna siglingu frá Napólí, íbúar eyjunnar voru um 12.000 árið 2022 en þangað streyma milljónir ferðamanna ár hvert og er því þröngt á þingi á þeim fáu stöðum sem nýttir eru til að veita þeim þjónustu á eyjunni.

Hópur Íslendinga heimsótti eyjuna mánudaginn 24. apríl, við fórum í Bláa hellinn, sigldum í kringum eyjuna og gengum um ferðamannastaðina á þeim 7 klukkutímum sem við dvöldumst þar. Hér fylgja nokkrar myndir úr ferðinni:

IMG_6987Capri er 10,4 ferkílómetrar að stærð og skiptist í tvö sveitarfélög,IMG_7084_1682407697922

Séð yfir höfnina sem milljónir manna fara um ár hvert.

IMG_6997Skammt frá höfninni er Blái hellirinn. Til að komast inn í hann þarf að leggjast flatur í svona bátskænjur sem bíða ferðamannanna,

IMG_7009Það er vissulega þess virði að heimsækja Bláa hellinn.

342499817_600198488488708_2260102211539391578_nAð lokinni heimsókn í Bláa hellinn sigldi hópurinn í kringum Capri.

IMG_6993Þröngir vegir hanga utan í klettahlíðum.

IMG_7067_1682408372657Þeir eiga sína Dyrhólaey – siglt var í gegnum gatið.

IMG_7023Þessi tignarlegi viti hefur leiðbeint mörgum sjófarendum.