28.1.2020 16:54

Síðdegi í Kaupmannahöfn

Í ár er þess minnst að 250 ár eru liðin frá því að tónskáldið Ludwig von Beethoven fæddist. Sama ár, 1770, fæddist, myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen.

Myndirnar eru teknar síðdegis þriðjudaginn 28. janúar í Kaupmannahöfn eftir að ég hafði setið morgunfund með forsætisnefnd Norðurlandaráðs og kynnt fyrir henni og öðrum verkefnið sem ég tók að mér að semja skýrslu og leggja fram hugmyndir til utanríkisráðherra Norðurlandanna um verkefni á sviði utanríkis- og öryggismála.

Í ár er þess minnst að 250 ár eru liðin frá því að tónskáldið Ludwig von Beethoven fæddist.  Það er ekki síður ástæða til að minnast þess að myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen á sama fæðingarár og Beethoven, 1770. Faðir Bertels, Gottskálk Þorvaldsson, var ættaður frá Reynistað í Skagafirði.


IMG_0712Í Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn eru listaverk Bertels Thorvaldsens (1770-1844)..

Fru2

Frummyndirnar eru í Thorvaldsen-safninu við hliðina á Kristjánsborgarhöll.

Fontur

Í Thorvaldsen-safninu er einnig frummyndin af skírnarfontinum í Dómkirkjunni við Austurvöll.

Safnid

Thorvaldsensafnið við torg sem kennt er við dansk/íslenska listamanninn.

Glyptotek

Í Kaupmannahöfn segja menn að það hafi verið haustveður það sem af er vetri. Það var samt hlýlegt að koma inn í pálmagarðinn í Calsberg Glyptoteki.

S-dem

Svarti demanturinn nefnist byggingin sem skagar fram að bakkanum - fræg nýbygging við Konunglega bókasafnið.

FundurTilefni fararinnar til Kaupmannahafnar var boð frá forsætisnefnd Norðurlandaráðs um að kynna henni og fleirum vinnu við skýrsluna sem norrænu utanríkisráðherrarnir fólu mér að semja. Þessa mynd tók ég á fundinum í morgun en Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, stýrði honum.


Uppfært 30. janúar:

Fimmtudaginn 30. janúar var athygli mín vakin á því að Gunnhildur og Baldouin Ryel, kaupmannshjón á Akureyri, gáfu árið 1952 Akureyrarkirkju afsteypu af skírnarfonti Thorvaldsens sem einnig er í Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn.

IMG_8488Skírnarfonturinn í Akureyrarkirkju.

IMG_8487Áletrun um gefendur á skírnarfontinum í Akureyrarkirkju.