28.1.2019 20:18

Röng greining – röng niðurstaða

Þegar lesið er ýmislegt sem sagt er t.d. um 3. orkupakkann mætti ætti ætla að ný stofnun, Acer, hefði nýtt vald.

Ástæða er til að velta því fyrir sér þegar rætt er um EES-samninginn á 25 ára afmæli hans hvað felst í því að Evrópusambandið hefur breytt skipulagi hjá sér með því að koma á fót sérstofnunum til að fylgjast með framkvæmd einstakra þátta í EES-löggjöfinni.

Þegar lesið er ýmislegt sem sagt er t.d. um 3. orkupakkann mætti ætti ætla að ný stofnun, Acer, hefði nýtt og meira vald en áður hefði verið fyrir hendi innan EES. Af þessu er dregin sú ályktun að fullveldi Íslands sé ógnað.

Þetta er úr lausu lofti gripið og undarlegt að ákvörðun frá ESB frá árinu 2009 skuli valda þessum deilum á Íslandi árið 2019.

Deilurnar eru á öðru reistar en rökstuddri greiningu á 3. orkupakkanum.