12.9.2022 10:09

Rignir lokadag í Lissabon

Vikudvöl okkar MR64 lýkur í dag. Flogið heim með beinu flugi Play í kvöld.

Vikudvöl okkar MR64 lýkur í dag. Flogið heim með beinu flugi Play í kvöld. Væri ekki beint flug hefði Margrét Georgsdóttir sem heldur utan um ferðalög hópsins ekki skipulagt þessa ágætu ferð hingað með aðstoð Jóhönnu Árnadóttur, Stefaníu Júlíusdóttur og VITA ferðaskrifstofunnar. Allir búa á sama hóteli og þar hefjast skipulagðar hópferðir, þrjár að þessu sinni: um borgina, til Evora og til Fatima eins og lýst hefur verið með myndum hér á síðunni.

Við höfum verið heppin með veður. Sólin brosað við okkur allan tímann. Hitinn stundum verið nokkuð mikill þegar hann nálgast 30˚ og gengið er upp brattar brekkur. Áætlunin hefur hvergi raskast og nú á lokadeginum rignir og á samkvæmt spám að gera næstu daga.

Í gær gafst tími til að skoða tvö söfn í borginni. Þau eru mörg og glæsileg. Tvö listasöfn urðu fyrir valinu Gulbenkian-safnið, kennt við armeníska auðmanninn og listunnandann sem stofnaði það um listaverk og muni sem hann safnaði á fyrri hluta 20. aldarinnar og nútímalistasafnið Museu Colecão Berardo, umdeildan núlifandi auðmann. 

Fyrir utan listaverkin er umgjörð þeirra þess virði að kynna sér hana sérstaklega. Nokkrar myndir fylgja.

Gulbenkian:

IMG_5774

Gulb4Gulb2RembrantÞessa sjálfsmynd af Rembrandt fékk safnið að láni.


Umgjörð listamiðstöðstöðvarinnar með Berardro-safninu:

IMG_5542Torg-vi_-safn