14.10.2019 10:26

Reykjavík bregst væntingum

Hér eru nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga. Þeir endurspegla annars vegar óstjórn í Reykjavík og hins vegar góða stjórn þjóðarbúskaparins.

Íslandsbanki gaf miðvikudaginn 9. október út skýrsluna Íslenskur íbúðamarkaður 2019. Þar eru m.a. hagnýt ráð fyrir kaupendur, hvaða þættir hafa áhrif á íbúðaverð, hvernig íbúðaverð hefur verið að þróast og hvernig íbúðamarkaðurinn á Íslandi stendur í alþjóðlegu samhengi. Höfundar skýrslunnar eru Elvar Orri Hreinsson og Bergþóra Baldursdóttir. Skýrsluna má nálgast á vefsíðu Íslandsbanka.

Screenshot_2019-10-14-Islenskur-ibudamarkadur-islenskur_ibudamarkadur_2019-pdf

Hér eru nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga. Þeir endurspegla annars vegar óstjórn í Reykjavík og hins vegar góða stjórn þjóðarbúskaparins.

  • Langtímameðaltal fjölda íbúða í byggingu er 2.300 íbúðir. Talning Samtaka iðnaðarins (SI) gerir ráð fyrir um 5.000 íbúðum í byggingu.
  • Hlutfall fullgerðra íbúða af íbúðum í byggingu var lægra í Reykjavík (32%) en almennt á höfuðborgarsvæðinu í núverandi uppsveiflu (38%) og hægagangur í byggingaferlinu því meiri í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
  • Einungis um 300 íbúðir hafa komið inn á markaðinn í Reykjavík á ári að meðaltali frá og með árinu 2008. Meðalfjölgun íbúða fyrir þann tíma og aftur til 1972 eru um 660 íbúðir árlega, eða rúmlega tvöfalt fleiri íbúðir.
  • Aldrei áður hafa fleiri íbúar á́ höfuðborgarsvæðinu búið í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur en nú sem alið hefur af sér aukið álag á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Samtök iðnaðarins telja þjóðhagslegan kostnað vegna umferðartafa nema 15 milljörðum á ársgrundvelli.
  • Meðal fermetraverð eigna undir 70 fermetrum á höfuðborgarsvæðinu er rúmlega 572 þús. kr. og hefur aldrei verið hærra að raunvirði. Verð slíkra eigna er 20% hærra en þegar það náði hæst í síðustu uppsveiflu.
  • Það hefur aldrei verið eins dýrt að eignast eignir undir 70 fermetrum á Íslandi eins og nú. Í núverandi uppsveiflu hafa slíkar eignir hækkað um 77% á höfuðborgarsvæðinu og 75% á landsbyggðinni, langmest allra eigna.
  • Skuldir heimilanna eru nú um 2.160 milljarðar króna og hafa lækkað um 400 milljarða, eða 16%, frá miðju ári 2008.
  • Kaupmáttur launa hefur aukist um 30% frá árinu 2008. Bæði hafa því skuldir heimilanna lækkað og kaupmáttur aukist.
  • Frá árinu 2010 hefur húsnæðisverð á Íslandi hækkað um 77% og hefur það hvergi innan Evrópu hækkað meira en hér.
  • Frá árinu 2010 hafa laun á Íslandi hækkað um 73% og hafa þau hvergi innan Evrópu hækkað meira en hér.