19.9.2022 9:13

Réttarmyndir

Réttað var í Fljótshlíðarrétt sunnudaginn 18. september 2022.

Áður en fé var smalað af fjalli í Fljótshlíðinni hafði töluverður fjöldi þess komið af sjálfsdáðum til byggða úr afréttinni. Á því er engin einhlít skýring. Ef til vill finnur sauðkindin á sér breytingu á Heklu sem jarðfræðingar telji að kunni að gjósa fyrr en síðar eða jarðskjálftar í Mýrdalsjökli hvetji hana til heimferðar.

Um árið fann forystukindin sem ég átti á sér að gosinu í Eyjafjallajökli var að ljúka og tók á stökk af heimatúninu til fjalla, lá henni svo mikið á að lömbin urðu eftir og varð að lyfta þeim yfir girðingar sem hindruðu ekki móður þeirra.

Hér eru nokkrar myndir úr Fljótshlíðarrétt sunnudaginn 18. september 2022:

Rerttir1Rett2Rett3Rett-5Rut2ListakTvær listakonur við réttarvegginn: Hrafnhildur Inga listmálari á Sámsstaðabakka með nöfnu sína og Rut fiðlukeikari á Kvoslæk.

Jokull2Jökullinn naut sín í veðurblíðunni.