6.3.2020 17:48

RAX kveður Morgunblaðið

Þetta eru mikil tíðindi í íslenskum fjölmiðlaheimi þegar haft er í huga hve sterkan svip RAX hefur sett á Morgunblaðið undanfarin 44 ár.

Á vefsíðunni Kjarnanum birtist þessi frétt síðdegis föstudaginn 6. mars sama dag og Ragnar Axelsson ljósmyndari fagnar 62 ára afmæli sínu:

„Ragnar Axelsson er hættur störfum á Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár.

Ragnar, eða RAX eins og hann er gjarnan kallaður, staðfestir þetta við fréttastofu en vill ekki tjá sig frekar um málið.

Hann hóf fyrst störf á Morgunblaðinu árið 1974 sem sumarstarfsmaður en hefur starfað þar samfleytt frá árinu 1976.

Ragnar hefur um langt skeið verið einn fremsti ljósmyndari landsins og margverðlaunaður sem slíkur.

Sem fréttaljósmyndari hefur hann myndað marga af helstu viðburðum Íslandssögunnar en önnur verk hans hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Má þar nefna verk eins og Andlit norðursins, Jöklar og Veiðimenn norðursins.“

Þetta eru mikil tíðindi í íslenskum fjölmiðlaheimi þegar haft er í huga hve sterkan svip RAX hefur sett á Morgunblaðið undanfarin 44 ár.

89328172_1071204879910401_132442055375847424_nVerkaskiptingu á ritstjórninni var hagað á þann hátt að við RAX fórum sjaldan saman í fréttaöflun. Þó var það við eins og þessi mynd á forsíðu aukablaðs Morgunblaðsins frá 26. September 1982 sýnir. Hún er af Jóhannesi Nordal seðlabankastjóra í fundarsal bankans í Austurstræti.

Töluverðar umræður urðu hvort ætti að „slá myndinni upp“ á þennan hátt en það varð úr vegna þess hve fagmannlega RAX stóð að verki.

Viðtalið var tekið þegar Gunnar Thoroddsen var forsætisráðherra og svartsýni gætti um þróun efnahagsmála og verðbólgunnar í viðtalinu sem ég tók við Jóhannes.

Gæði myndarinnar eru ekki mikil hér enda um símamynd af síðu á tímarit.is að ræða. Ég birti þetta samt um leið og ég þakka RAX góð kynni í áranna rás og færi honum innilegar hamingjuóskir á afmælisdaginn.