9.4.2025 12:10

Óvissir ferðamannatímar

Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN segir að Bandaríkjamenn afbóki sig nú í hópum og hætti við ferðir til útlanda. Þeir óttist að láta sjá sig utan eigin landamæra vegna orðspors Donalds Trumps.

Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN segir að Bandaríkjamenn afbóki sig nú í hópum og hætti við ferðir til útlanda. Þeir óttist að láta sjá sig utan eigin landamæra vegna orðspors Donalds Trumps.

Nýleg könnun á vegum breska markaðsrannsóknafyrirtækisins YouGov sýnir að vinsamlegt viðhorf Evrópubúa til Bandaríkjanna hefur minnkað um sex til 28 prósentustig eftir að Trump var kjörinn forseti öðru sinni.

Athygli vekur að vinsemdin er minnst í Danmörku, aðeins 20% en var 48% í ágúst 2024. Þetta er rakið til alls þess sem Trump hefur sagt um Grænland og áhuga sinn á að innlima landið í Bandaríkin.

Aðeins um þriðjungur Svía, Þjóðverja, Frakka og Breta lítur vinsamlegum augum til Bandaríkjanna. Á Ítalíu er þetta vinsamlega hlutfall 42% og 43% á Spáni.

CNN hafði samband við Eduardo Santander, forstjóra European Travel Commission, Ferðamálastofu Evrópu með aðild 36 ríkja þar á meðal Ferðamálastofu Íslands, sem svaraði í tölubréfi að komutölur sýndu „engin merki um að nýlegir pólitískir atburðir hafi haft áhrif á ferðir Bandaríkjamanna til Evrópu“ og „bandaríski markaðurinn er sem fyrr hornsteinn evrópsks ferðaiðnaðar (e. tourism)“.

Þetta svar Santanders rímar við það sem talsmenn íslenskrar ferðaþjónustu segja um þessar mundir: að bókanir Bandaríkjamanna lofi góðu sem skipti miklu vegna þess að þeir séu um þriðjungur ferðamanna hér.

Sv5pkeuhlzc7yw9xbcwjSnorralaug í Reyholti, Borgarfirði,

Veður kunna þó að skipast fljótt í lofti þegar kostnaðartölur fara að tala að sínu máli. Þeir finna strax fyrir breytingunni sem panta hluti á netinu frá Bandaríkjunum, dæmi eru um að í varúðarskyni þurfi kaupandi að greiða 7.500 kr. vegna hugsanlegrar tollheimtu fyrir hlut sem kostar um 5.000 kr.

Í bandaríska vikuritinu Time er því spáð að bandarísk ferðaþjónusta taki mikla dýfu. Fækkun ferðamanna til Bandaríkjanna hafi neikvæðar afleiðingar fyrir flugfélög, hótel, þjóðgarða og aðra þekkta ferðamannastaði.

Hvarvetna huga þeir sem starfa að ferðagreinum að því hvað dugi best til að ná til viðskiptavina. Því hafði verið spáð að á árinu 2025 myndi upprunaleiki (e. authenticity) verða ráðandi afl í ferðamennskunni. Ferðamenn sættu sig ekki lengur við hefðbundin, stöðluð frí heldur kysu þeir að kynnast sem best menningu, náttúru og hefðum þeirra landa og þjóða sem þeir sæktu heim.

Þá setti sjálfbærni æ meiri svip á viðhorf ferðamanna sem veldu umhverfisvæna kosti í meira mæli en áður. Þeir vildu dvelja á hótelum sem notuðu endurnýjanlega orku og ýta undir sjálfbærni heimabyggða. Þetta gerði kröfu til þess að vel væri gengið um alla ferðamannastaði og af mikilli virðingu fyrir því sem er upprunalegt um leið og orkan er endurnýjanleg.

Þetta skýrir ef til vill miklar vinsældir baðstaða um allt land? Þeir nýta sjálfbært heita vatnið og laugar hafa verið griðastaðir hér í mörg árhundruð – eru fjórar slíkar enn nýtanlegar og er Snorralaug í Reyholti í Borgarfirði þeirra frægust. Landnáma segir hana frá árinu 960