Orð án ákvarðana um varnarmál
Hér hefur ekkert slíkt skilvirkt úrræði verið boðað. Við erum enn langt á eftir öðrum í öryggismálum og utanríkisráðherra ræðir þau aðeins almennum orðum.
Á sínum tíma var gjarnan sagt þegar rætt var um störf og starfshætti lögreglu, viðfangsefni sem sneru að baráttu við alþjóðlega glæpahringi eða skipulagða glæpastarfsemi að búast mætti við svipuðu ástandi hér tíu árum síðar.
Nú talar enginn svona lengur sem fylgist með þróun á þessum sviðum. Má segja að hér gerist svipaðir atburðir í sama rauntíma hér og annars staðar.
Erlendis auka yfirvöld öryggi lögreglumanna, þar á meðal með auknum heimildum til greininga og forvirkra aðgerða. Til skamms tíma mátti ekki vekja máls á neinum aðgerðum hér í þá veru án þess að vinstrisinnaðir þingmenn eða áhrifavaldar tækju til við að ala á tortryggni.
Umræðurnar hafa nú tekið á sig dálítið annan svip vegna þess hve þjóðfélagsbreytingarnar eru örar og áhrifin vegna þeirra neikvæð. Skilningur á að auka verði starfsöryggi lögreglumanna er meiri en áður.
Dönsku ráðherrarnir kynna gjörbreytinguna á varnarstefnunni.
Forystumenn dönsku stjórnarflokkanna kynntu í dag (17. september) gjörbreytingu á stefnu Dana í varnarmálum; þeir ætla að festa kaup á flugskeytum eða drónum sem beita má til árása á skotmörk í Rússlandi. Ákvörðunin er tekin í ljósi stríðsins í Úkraínu og vegna þess mats leyniþjónustu danska hersins að innan fárra ára ráði Rússar yfir mætti til að heyja svæðisbundið stríð á Eystrasalti. Danir líta á vopnakaup sín sem forvörn.
Þá lét danski varnarmálaráðherrann að því liggja í tengslum við fjölþjóðlegar heræfingar sem nú fara fram á Grænlandi að Danir myndu festa kaup á P-8 Poseidon, bandarískum kafbátaleitarvélum, til að stunda eftirlit við Austur-Grænland og Færeyjar.
Danski varnarmálaráðherrann var á Grænlandi í vikunni og fylgdist með heræfingunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hitti ráðherrann þar, ásamt grænlenska utanríkisráðherranum og norska varnarmálaráðherranum.
Eftir samtöl sín við þá lét Þorgerður Katrín þau orð falla í tilkynningu 15. september að það væri „forgangsmál að rækta tengslin við Grænland, okkar góðu og kæru vinaþjóð til áratuga“. Á „góðum fundi með grænlenska utanríkisráðherranum“ hefði hún rætt „sóknarfærin í okkar nána samstarfi“. Þá sagðist Þorgerður Katrín hafa fengið „gott tækifæri í heimsókninni til að ná þýðingarmiklum samtölum“ við ráðherrana þrjá „um þróun öryggismála á norðurslóðum og nauðsynlegan búnað á svæðinu.“
Töldu ráðherrarnir „mikilvægt að efla eftirlit og bæta viðbragðsgetu á svæðinu með skilvirkum hætti“.
Því miður kemur ekkert fram í tilkynningunni hvert var framlag íslenska ráðherrans. Allir hinir hafa brugðist við hættumati „með skilvirkum hætti“. Hér hefur ekkert slíkt verið boðað. Við erum enn langt á eftir öðrum í öryggismálum og utanríkisráðherra ræðir þau aðeins almennum orðum.
Þegar Danir ákváðu að falla frá pólitískum fyrirvara í varnarmálum gagnvart ESB rauk Þorgerður Katrín fram eins og þáttaskil hefðu orðið sem myndu móta stefnu okkar, við yrðum að huga að ESB-aðild! Hvað segir hún nú þegar Danir kynna gjörbreytta varnarstefnu með kaupum á eldflaugum?