24.3.2021 10:05

Óháði kunnáttumaðurinn

Þegar Lúðvík Bergvinsson sat á alþingi fyrir Samfylkinguna og gegndi meðal annars formennsku þingflokks hennar var hann hér á síðunni nefndur „siðapostuli“ flokksins.

Þegar Lúðvík Bergvinsson sat á alþingi fyrir Samfylkinguna og gegndi meðal annars formennsku þingflokks hennar var hann hér á síðunni nefndur „siðapostuli“ flokksins vegna þess hve hneykslunargjarn hann var á framgöngu annarra og lá ekki á skoðunum sínum á því sem honum þótti betur fara.

Í þingumræðum um einhvern anga Baugsmálsins tóku þeir flokksbræðurnir Lúðvík og Ágúst Ólafur Ágústsson (sem var hafnað í leynilegu prófkjöri á dögunum) upp hanskann fyrir Baugsmenn á þann veg að Davíð Oddsson forsætisráðherra líkti því við „ömurlega uppistand“ og sagði framgöngu þeirra á þann veg að þeir virtust líta á flokk sinn sem „tiltölulega léttvægt dótturfélag auðhrings“.

IlmgLúðvík Bergvinsson gegndi um skeið formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar.

Þegar ég beitti mér fyrir að efla sérsveit lögreglunnar vorið 2004 snerist Lúðvík öndverður gegn þeim breytingum, ég hefði ekki opið umboð frá alþingi til að stofna íslenskan her! Raunar vildi hann skoða að embætti ríkislögreglustjóra yrði aflagt.

Eftir að Lúðvík lét af þingmennsku árið 2009 hefur nafn hans stundum sést í fréttum. 26. október 2012 Kínverski auðmaðurinn Huang Nubo reyndi að koma ár sinni fyrir borð hér á landi í upphafi síðasta áratugar. Huang kom hingað sem skáld og Íslandsvinur með tengsl inn í valdastétt Samfylkingarinnar. Forráðamenn Samfylkingarinnar tóku honum fagnandi og lögðu honum meira að segja til lögfræðing, Lúðvík Bergvinsson, fyrrverandi formann þingflokks Samfylkingarinnar. Sat Lúðvík meðal blaðamannafund í Peking til stuðnings málstað Huangs gegn íslenska ríkinu.

Nú er Lúðvíks enn getið í fjölmiðlum vegna sérverkefna hans fyrir samkeppniseftirlitið (SKE) vegna breytinga á fyrirtækinu Festi með vísan til sáttar fyrirtækisins og SKE.

Í Fréttablaðinu í dag (miðvikudag 24. mars) segir:

„Á aðalfundi Festar í byrjun vikunnar var greint frá því að kostnaður félagsins af óháðum kunnáttumanni vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið, frá því að hann tók til starfa haustið 2018, næmi samtals 56 milljónum króna.

Umræddur kunnáttumaður, Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður, var skipaður af Samkeppniseftirlitinu í kjölfar þess að N1 og eftirlitið náðu samkomulagi um sátt vegna kaupa olíufélagsins á Festi í lok júlí árið 2018. Af sáttinni leiddi að skipa þurfti óháðan kunnáttumann sem ætlað er að hafa eftirlit með þeim aðgerðum sem kveðið er á um í sáttinni.“

Í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins, er rætt við Þórð Má Jóhannesson, stjórnarformann Festar, og hann spurður hvort hann óttist viðbrögð SKE við því að hann fjallaði um dýra óháða kunnáttumanninn á aðalfundi félagsins. Þórður Már segir réttilega að eðlilegt sé að upplýsa hluthafa um þetta mál. Spurningin endurspeglar óheilbrigt andrúmsloft í kringum SKE og störf Lúðvíks Bergvinssonar. Skyldi Ágúst Ólafur hneykslast á SKE á þingi eða störfum dýra kunnáttumannsins?