4.7.2021 9:43

Oddahátíð

Margmenni tók þátt í hátíð að Odda á Rangárvöllum laugardaginn 3. júlí. Til hennar var efnt til að minnast 30 ára afmælis Oddafélagsins auk þess sem Oddabrúin var vígð.

Margmenni tók þátt í hátíð að Odda á Rangárvöllum laugardaginn 3. júlí. Til hennar var efnt til að minnast 30 ára afmælis Oddafélagsins auk þess sem Oddabrúin var vígð. Afmæli félagsins var undir lok árs 2020 og umferð um brúna hófst í apríl 2020 en vegna faraldursins þótti ekki fært að boða fólk til fagnaðar af þessu tilefni fyrr en nú. Sóttu fjölmargir viðburðina í blíðskaparveðri.

Að lokinni vígslu brúarinnar leiddi sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir helgistund í Oddakirkju. Stórt tjald hafði verið reist á hlaðinu í Odda og þar flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðu auk Ágústs Sigurðssonar, formanns Oddafélagsins og sveitarstjóra. Friðrik Erlingsson rithöfundur, verkefnastjóri Oddafélagsins, stjórnaði athöfninni. Kvenfélagskonur stóðu að veitingum. Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, Kvennakórinn Ljósbrá og Karlakór Rangæinga, félagar úr Kammerkór Rangæinga og Eyjólfur Eyjólfsson einsöngvari fluttu tónlist undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.

Hér eru nokkrar myndir tengdar þessum fagra sumardegi:

ForsrJPGÞarna heilsast fólk við vígslu Oddabrúar. Fremst á myndinni er Magnús L. Sveinsson, 90 ára, fyrrv. borgarfulltrúi og formaður VR. Hann kom og vitjaði æskustöðva og hafði frá mörgu að segja úr Landeyjunum. Katrín Jakobsddóttir forsætisráðherra, Kristín Þórðardóttir, sýslumaður Sunnlendinga, Sigurður Sigurðarson dýralæknir og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, eru meðal þeirra sem sjást á myndinni.

AgustÁgúst Sigurðsson sveitarstjóri gerir grein fyrir framkvæmdum við 93 metra einbreiðu Oddabrúna yfir Þverá sem tengrr saman Oddahverfi á Rangárvöllum og svonefnda Bakkabæi sunnan við Þverá. Fremst á myndinni er sr. Elína Hrund Kristjánsdíóttir sem vígði brúna.

AmundiSkírnarfonturinn í Oddakirkju er gerður af Ámunda smiði. Þeir sem vilja fræðast um hann ættu að leggja leið sína til okkar í Kvoslæk laugardaginn 7. ágúst en þá ætlar Arndís S. Árnadóttir listfræðingur að fjalla um þann hagleiksmann.

FolaldÞað nutu fleiri blíðunnar en mannfólkið.

Jokull_1625391711139Eyjafjallajökull var á sínum stað í mistrinu.