22.4.2019 10:23

Nú er fagur dýrðardagur

Fjórar vormyndir

IMG_8586Myndin er tekin á páskadag frá Voðmúlastaðarkapellu í Landeyjum þar sem séra Önundur Björnsson messaði. Túnið hefur tekið á sig grænan lit og í norðri rís Þríhyrningur.

IMG_8588Eyjafjallajökull að morgni annars dags páska.

IMG_8590Horft frá hlíðinni fyrir neðan Þríhyrning suður yfir Landeyjar að Vestmannaeyjum.

IMG_8591Vorið er í trjágreinunum.

Hér á það við sem segir í páskasálmi Páls Jónssonar:

Nú er fagur dýrðardagur,
Drottins hljómar sigurhrós,
nú vor blómgast náðarhagur,
nú sér trúin eilíft ljós.