3.11.1996 0:00

Sunnudagur 3.11.1996

Eftir að hafa farið í messu til sr. Halldórs Gröndals síðdegis sunnudaginn 3. nóvember fórum við Rut í heimsókn í Tækniskóla Íslands, sem var með opið hús og kynnti fjölbreytt nám sitt. Þaðan fórum við á þrjár málverkasýningar og síðan í Þjóðminjasafnið á tónleika alþjóðlega tónlsitarhópsins Sequentia, sem flutti eddukvæði með eftirminnilegum hætti. Um kvöldið fór ég síðan í troðfulla Laugardalshöllina og sá landsleik Eista og Íslendinga í handbolta.