29.12.1996 0:00

Sunnudagur 29.12.1996

Síðdegis sunnudaginn 29. desember var móttaka til heiðurs Aðalsteini Jónssyni, Alla ríka, manni ársins í Sunnusal Hótel Sögu. Frá Sögu héldum við beint í Hallgrímskirkju, þar sem Rut lék í hljómsveitinni með Mótettukórnum og einsöngvurum, þegar fluttir voru fjórir kaflar úr Jólaoratoríu Bachs undir stjórn Harðar Áskelssonar.