22.12.1996 0:00

Sunnudagur 22.12.1996

Sunnudaginn 22. desember klukkan 17 fór ég á jólatónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju, þar sem Roy Goodman stjórnaði, en hann hefur flutt og stjórnað tónlist á meira en 100 hljómdiskum. Var ánægjulegt að hitta hann og ræða við hann um hinar breyttu aðstæður í útgáfu á tónlist á diskum.