31.1.1998 0:00

Sunnudagur 31.1.1998

Ríkisráðsfundur var haldinn að Bessastöðum klukkan 10.30 eins og venja er á síðasta degi ársins. Þar eru formlega staðfestar ýmsar afgreiðslur, flestar eru þess eðlis, að þær hafa verið afgreiddar utan ríkisráðs og eru því endurstaðfestar. Voru afgreiðslur óvenjulega margar núna, þar sem ekki hafði verið efnt til ríkisráðfundar, frá því að Geir H. Haarde tók við embætti fjármálráðherra. Klukkan 14.00 var hátíðleg athöfn í Bláfjallasal höfuðstöðva RÚV við Efstaleiti, þar sem rithöfundarnir Pétur Gunnarsson og Sjón fengu viðurkenningu úr Rithöfundasjóði útvarpsins.