24.9.2000 0:00

Sunnudagur 24.9.2000

Við Rut flugum til Egilsstaða klukkan 8 um morguninn í einstaklega fallegu veðri og sá yfir landið allt. Var óvenjulegt fyrir okkur að fara um skóginn í hinum fögru haustlitum. Fyrir hádegi skruppum við niður á Seyðsifjörð en rétt fyrir klukkan 14.00 vorum við á Eskifirði, þar sem við tókum þátt í því, þegar glæsileg kirkju- og menningarmiðstöð staðarins var vígð. Flugum síðan heim klukkan 20.30 um kvöldið.