3.2.2017 19:15

Föstudagur 03. 02. 17

 

Í dag fór ég í Reykholt þar sem sr. Geir Waage, Bergur Þorgeirsson og ég tókum á móti Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmálaráðherra, þingmönnunum Haraldi Benediktssyni og Teiti Birni Einarssyni, og Þórarni Sólmundarsyni úr ráðuneytinu. Við ræddum málefni Reykholts og Snorrastofu sem þar hefur starfað í 20 ár.

Var ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna ráðherranum starfsemina í Reykholti auk þess sem við fórum um gamla Héraðsskólahúsið sem er eign ríkisins og hefur annars vegar verið notað að hluta undir aðstöðu fyrir fundi og fræðimenn og hins vegar fyrir varaeintök Landsbókasafnsins sem nýtir stærsta hluta hússins.

Reykholt er einstakur staður á marga lund en yfir honum svífur minningin um Snorra Sturluson, örlög hans og framlag til heimsmenningarinnar. Fornleifarannsóknir leiða í ljós hvernig Snorri bjó og hvar hann var höggvinn, þá er laugin þar sem hann baðaði sig öllum sýnileg og einnig má sjá hvernig hann stóð að því að nýta heitt vatn úr nálægum hver fyrir hús sín.

Í nýjasta hefti enska vikuritsins The Spectator (dags. 4. febrúar 2017) er ritdómur um bókina Norse Mythology – Norræn goðafræði – eftir Neil Gaiman. Joanne Harris ritdómari segir í upphafi: Norse myths are having a moment. Or should I say another moment; one long chain of moments, in fact, beginning in the primordial (upprunalegu) soup of the oral tradition of storytelling in Iceland and Scandinavia.

Síðar segir: Certainly, the amount of source material that has survived [um goðsagnirnar] is relatively small, most of it taken from the anonymous group of early skaldic poems known as the Poetic Edda, and the Prose Edda, compiled by Snorri Sturluson in about 1220. But what these myths may lack in volume, they make up for in impact. The Norse myths have influenced countless writers and artists across the centuries, from Tolkien to Wagner, Rackham [listmálari á 19. öld] to Alan Garner [enskur barnabókahöfundur], propelling the gods of the Vikings as far as Japanese manga (teiknisögur) and the Marvel (bandarískur útgefandi teiknisagna og kvikmynda) universe.

Þeir sem starfa í Reykholti og taka þar á móti gestum vita að hingað til lands koma margir í pílagrímaferð til að kynnast þeim stað þar sem Snorri bjó og starfaði. Að leggja rækt við þetta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar hlýtur að eiga upphaf í Reykholti.