1.1.2017 14:30

Sunnudagur 01. 01. 17

Gleðilegt ár!

Eftir Johann Wolfgang von Goethe (1749-1832) er haft: „Haldið alltaf fast í núlíðandi stund. Hvert atvik, raunar hvert augnablik hefur óendanlegt gildi því að það er fulltrúi allrar eilífðar.“

Við áramót er gott að hafa þetta hugfast. Árin hverfa, ekkert þeirra kemur til baka frekar en sekúndan sem leið rétt í þessu. Ekkert er dýrmætara en tíminn, hann verður ekki endurheimtur.

Marcus Aurelius keisari í Róm 161 til 180 e.kr. sagði: „Þú skalt vinna hvert verk eins og það sé síðasta verk lífs þíns.“

Minnumst þessa við upphaf nýs árs.