28.5.2016 16:30

Laugardagur 28. 05. 16

Á tveimur dögum í febrúar 1945 var Dresden lögð í rúst í loftárásum bandamanna. Um 25.000 manns féllu og eignatjón varð gífurlegt. Þegar litið er til baka er í raun óskiljanlegt að gripið hafi verið svo harkalegra hefndaraðgerða um það leyti sem sigur yfir nazistum var í augsýn.

Nú er sá hluti borgarinnar þar sem markaðstorgið var og er, Frúarkirkjan og Zwinger-höllin þéttskipaður ferðafólki sem fer um í stórum hópum. Frúarkirkjan í hjarta borgarinnar var endurreist, stein fyrir stein, á árunum 1992 til 2005. Að endurreisn annarra bygginga hefur verið staðið á markvissan hátt.

Í Zwinger eru söfn með miklum dýrgripum og minnir ferð um þau helst á heimsókn í Hermitage-safnið í St. Pétursborg. Hér í Dresden er til dæmis hin heimsfræga Madonnumynd eftir Raphael, Sistine Madonnan frá 1512/13.