18.2.2016 23:55

Fimmtudagur 18. 02. 16

Ókum frá höfninni í Palm Beach til South Beach í Miami. Búum á litlu hóteli við Ocean Drive, hina frægu strandgötu. Þar sem glæsivögnum er ekið á rúntinum og þeir sem eru á spyrnubílum láta í sér heyrast. Gatan er 2,1 km löng og þar eru hótel og veitingastaðir hlið við hlið á aðra hönd en opið Atlantshafið í austri.


Við Ocean Drive var tískufrömuðurinn Versace myrtur árið 1997 þegar hann var að ganga inn í glæsihús sitt við götuna. Þar er nú íburðarmesta hótel Miami.

Austan vindur blés af hafi og fáir voru á ströndinni, hitinn 26 gráður C. Á útiveitingastöðum var kveikt á gashiturum.