16.2.2016 23:55

Þriðjudagur 16. 02. 16

Vöknuðum við þrumur og eldingar snemma morguns í Fort Lauderdale. Óveðrið stóð í skamma stund. Ókum í um klukkutíma norður til hafnarinnar í Palm Beach. Fórum þar um borð í skipið Grand Celebraition og sigldum kl. 18.00 til Freeport á Bahama-eyjum.