11.2.2016 20:45

Fimmtudagur 11. 02. 15

Það er óþægilegt að vera á ferðalagi þegar tölvan hrynur hjá þeim sem hefur vanist því að skrifa eitthvað daglega. Þetta gerðist þó hjá mér á ferð minni hér í Flórída og kenni ég því enn um að ég skipti í Windows 10 úr Windows 7 á ferðatölvunni minni. Eftir það tók hún að hægja á sér og nú nær hún ekki að virkja forritin, er frosin án þess þó að vera frosin og hagar sér á allan hátt undarlega. Þetta verður til þess að ég tek að fikra mig frá PC og yfir á Mac, kannski nú í ferðinni. Áður þegar ég hef sagt frá vandræðum mínum með Windows hafa Makka-eigendur ekki llegið á liði sínu með hvatningarorð um að ég skuli velja mér þeirra tæki. Þetta skrifa ég á lánstölvu og mun ráðast hve miklu ég fæ áorkað við skriftir á þann veg í ferðinni.

Vegna þess að tölvan mín geymir öll grunngögn mín hef ég ekki sama aðgang að upplýsingalindum á þessari tölvu og ég hefði kosið.