27.1.2016 18:15

Miðvikudagur 27. 01. 16

Í dag ræddi ég við Birgi Jakobsson landlækni í þætti mínum á ÍNN. Heilbrigðismálin eru fyrirferðarmikil í umræðum líðandi stundar. Birgir hefur víðtæka reynslu en hann var forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi í sjö ár áður en hann var skipaður landlæknir 1. janúar 2015. Þátturinn verður frumsýndur kl. 20.00 á rás 20 í kvöld og síðan má sjá hann á tveggja tíma fresti til 18.00 á morgun (og hvenær sem er á tímaflakki).