4.1.2016 18:15

Mánudagur 04. 01. 16

Í gær sagði ég hér frá forsetaframboði Árna Björns Guðjónssonar. Til að öll sagan sé sögð birtist hér frétt af mbl.is í dag:

„Árni Björn Guðjóns­son, fyrr­ver­andi odd­viti Kristi­lega lýðræðis­flokks­ins, hef­ur dregið til baka fram­boð sitt til embætt­is for­seta Íslands.

Í yf­ir­lýs­ingu sem Árni sendi fjöl­miðlum í dag seg­ir að þar liggi „sér­stak­ar ástæður“ að baki en ástæðurn­ar eru ekki til­tekn­ar frek­ar.

„Ég vona að þeir sem sem verða kosn­ir verði öt­ul­ir bar­áttu­menn eða kon­ur gegn hat­urs meðal mann­kyns,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Árna. Framboð hans varði í rétt rúman sólarhring en hann hafði til­kynnt að hann hyggðist aðeins sitja í tvö kjör­tíma­bil næði hann kjöri.“

Árni Björn sagðist einnig ætla að leita liðsinnis Frans páfa. Kannski hefur það ekki tekist og framboðið því fallið um sjálft sig.

Á síðunni vardberg.ishér lesa grein úr Frankfurter Allgemeine Zeitung um handbók sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslam hafa sent frá sér til að búa liðsmenn sína undir átök í Evrópu. Þetta er fróðleg úttekt sem ýmsum kann að þykja ógnvekjandi.