18.11.2015 17:30

Miðvikudagur 18. 11. 15

Í dag ræddi ég á ÍNN við Bergsvein Birgisson rithöfund. Hann sendir nú frá sér nýja bók Geirmundar sögu heljarskinns - Íslenskt fornrit. Hún er listilega rituð á fornmáli og búið er um söguna eins og Íslendingasögu í útgáfu Fornritafélagsins með fræðilegum formála til skýringar á handriti sögunnar, tilurð þess og varðveislu. Í raun er ævintýralegt að svona saga hafi verið rituð á okkar tímum. Hún ber þess merki að höfundurinn hafi einstaklega góð tök á viðfangsefninu og þeirri tækni sem hann beitir við sagnagerðina. Þátturinn verður frumsýndur á rás 20 klukkan 20.00 í kvöld.

Gary Kasaparov, skákmeistari og andstæðingur Vladimírs Pútíns, ritar grein í The Wall Street Journal í dag og gagnrýnir að stofnað sé til samvinnu við Pútin við loftárásir í Sýrlandi. Hann segir:

„Kremlverjar vilja einnig að flóttamenn haldi áfram að streyma frá Sýrlandi til Evrópu. Krísan vegna farandfólksins gagnast Pútín á tvo vegu. Það beinir athygli Evrópumanna frá hernaði hans gegn Úkraínu sem haldið er áfram. Þá mun flóttamannastraumurinn ýta undir fylgi evrópskra stjórnmálaflokka lengst til hægri, flokka sem fagna opinberlega auknum þrýstingi Pútíns á Evrópusambandið með kröfu um að afnema þvinganir gagnvart Rússum. Hafi einum hryðjuverkamannanna í París tekist að lauma sér til Evrópu með sýrlenskum flóttamönnum bæri aðeins að fagna því.“

Talsmenn þess að starfað sé með Rússum og skjólstæðingi þeirra Bashar al-Assad Sýrlandsforseta minna á að til að sigrast á Hitler hafi lýðræðisríkin orðið að starfa með Jósef Stalín