5.11.2015 18:00

Fimmtudagur 05. 11. 15

Hér var í gær sagt frá því að forseti Víetnams hefði lýst sérstakri gleði yfir að taka á móti Ólafi Ragnar Grímssyni vegna mótmæla hans gegn Víetnamstríðinu. Nokkru síðar flutti Ólafur Ragnar ræðu í kvöldverðarboði Víetnamforseta. Þar sagði forseti Íslands:

„It is[…] a moving personal journey, bringing back the memories of the solidarity with the people of Vietnam which I, as a young student, and others of my generation in Europe and the Western world demonstrated to support your struggle against foreign oppression, your fight for freedom and full independence of your country. The Vietnam War, as we call it in the West, formed our political vision, moulded new forms of political campaigns, gave our culture a global vision which later became our guiding light in dealing with international challenges. The demonstrations and the protests were the testing grounds of our determination. For me, Mr. President, to be received here today so warmly and to honour, on behalf of my nation, the success and the progress of Vietnam is an illustration of how the ideas and the commitment of the young can bring us in advanced years to witness historic achievements.“

Sagt var frá því hér í gær að í bók Elíasar Snælands Jónssonar um Möðruvallahreyfinguna og baráttusögu Ólafs Ragnars frá miðjum sjöunda áratugnum fram á hinn áttunda væri ekki minnst á Víetnamstríðið eða baráttu gegn því.

Nú segir Ólafur Ragnar hins vegar í Hanoi að barátta sín gegn Víetnamstríðinu hafi mótað „political vision“ – stjórnmálaviðhorf sitt og mótmælin hafi verið „testing ground of our determination“ – prófsteinn staðfestunnar, hvorki meira né minna.

Guðjón Friðriksson sem ritaði bók um samskipti Ólafs Ragnars við útrásarvíkingana sagði hann geta farið fram úr sjálfum sér í ræðum og yfirlýsingum. Spurning er hvort hann hafi gert það í þessum ræðubúti í Hanoi. Eins og sagði hér í gær sjást ekki dæmi um baráttu Ólafs Ragnars gegn Víetnamstríðinu í þeim gögnum sem fyrst koma í hugann þegar leitað er heimilda um þenna kafla í stjórnmálasögu forseta Íslands.